[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Loksins loksins Ég er búin í prófunum! Ég fór í V.stigs prófið í gær. Náði að steikja skala og bulla agalega alveg í lestrinum, en slapp með skrekkinn í lögunum og var yfir höfuð ágætlega sátt við mig. Svo fékk ég einkunn, ég fékk 8,5. Ég er ánægð með það, sérstaklega ánægð líka með að það sem helst dró mig niður er eitthvað sem ég get mjög auðveldlega lagað með að vera duglegri við að æfa mig (hef einmitt trassað það í vetur), lögin sjálf gengu vel. Ég fór síðan á smá rúnt í sólinni bara og endaði í góðum félagsskap niðri á Jómfrúnni eins og planað var fyrir löngu síðan.
Það er einnig helst í fréttum að ég lét vaða að bóka mig í gærmorgun í LASIK-aðgerðina. Mér finnst þetta mjög fríkuð tilhugsun eftir að hafa gengið með gleraugu í 18 ár að losna við þau, en mér leist mjög vel á lækninn sem ætlar að gera aðgerðina og ætla að taka stökkið. Helst fæ ég fiðring yfir því hvað þetta gerist allt saman hratt, en ég fer í aðgerðina Á MORGUN!!!
Ég er ekki mikið fyrir áhættutöku svo ég ætla að hugsa sem minnst út í þetta... just do it!
Verst að svo sér maður svo vel hvað maður er ljótur eftir þetta - bögg! Oh well, the truth shall set you free!
:: geimVEIRA:: kl. 11:16:: [+] ::
...