[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Kill Bill Ég sá Kill Bill í gær, en ég átti alltaf eftir að sjá hana. Quentin klikkar ekki... groddahúmorinn minnti mann bara á Íslendingasögurnar, í það minnsta kom nokkuð oft upp í hugann hugtakið "að kljúfa í herðar niður". Karlinn er frumlegur og var ég á köflum ekki viss hvort DVD-inn væri kannski bilaður þegar þetta varð hvað súrast, en ég hafði líka svakalega gaman af því að sjá mynd sem nær algerlega er borin uppi af leikkonum, about fucking time! Það er eitthvað súperkúl við að sjá konur í hasarhlutverkum, hvað þá sem bardagamenn og glæpona. Nú verður maður að drífa sig á mynd nr. 2 sem fyrst.
:: geimVEIRA:: kl. 14:27:: [+] ::
...