[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Jarðarberjablogg Ég dró parental unitið með mér á tónleikana á Borginni með Varmalandinu og vöktu þeir mikla lukku hjá litlu familíunni, vorum við öll sammála um að þarna væri eyrnakonfekt á heimsmælikvarða á ferð, það á enginn að missa af þessu bandi. Síðan fór ég á dálítið skrýtið djamm í gær. Samt var gaman, já já. Ég hefði samt átt að drífa mig fyrr heim en ég gerði. Æi svona frekar púkó fílíngur kominn í endann, eða kannski bara ég með móral, jú segjum það bara. Kaffibarinn fær 12 stig fyrir að spila Dj Shadow fyrir veiruna.
Ég sit og borða jarðarber og er að íhuga að taka núna málninguna af hinu auganu mínu, en ég kláraði hitt fyrir template breytingar. Ég skellti hlekk á herra stúdent, Atla Bolla, sem er FÍH-dýr sem ég hef grunaðan um að kunna meira á ProTools en bara það sem við lærðum á hljóðtækninámskeiðinu um árið.
Ég sat og las MBox bæklinga í gær en nú eftir próf og eftir partý ætlaði ég að demba mér í að fikta í nýju græjunni, mér finnst bara eins og ég eigi að strauja lappann... eða kannski drífa í að kaupa harðan disk og gera eins og mælt er með. Það er magnað allavega, m.v. að mér finnst ég ekkert vera búin að rusla til á þessari vél, hvað er ótrúlega mikið crap búið að safnast inn á vélina. Kannski maður drífi samt bara í að fikta fyrst í MBox og meðfylgjandi forritum, nóg crap ætti nú að safnast á vélina við það!
Jæja, NÚNA tek ég málninguna af hinu auganu... rugl er þetta á manni að nenna ekki að taka framan úr sér í gær- oh!