[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Geisp Ég fór út að fá mér kaffibolla (eftir að fá fulla skoðun á bílinn takk fyrir) sem endaði í kvöldmat með vinnufélaga, og svo skellti ég mér á Stórsveitartónleika á Borginni, hressilega mjög. Endaði á kaffihúsi, en er búin að vera orðlaus alveg af þreytu síðan um kvöldmatarleytið. Hef alveg sagt 25 orð síðan þá. Ég er 92% ákveðin í hvað ég geri á afmælinu mínu en nenni ekkert að tjá mig um það núna - munnræpa næturinnar algerlega fyllti kvótann. Þar sem engar stórvirkar vinnuvélar eru að brölta hér fyrir utan núna býð ég bara góða nótt!
:: geimVEIRA:: kl. 00:47:: [+] ::
...