[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Breather Ég er hálfnuð í prófunum. Gekk betur en ég var hrædd við í tónheyrn, en kæmi mér ekki á óvart að vera sett í jazzhljómfræði II aftur næsta vetur... ég hef ekki hugmynd um hvort ég fæ 4 eða 6 eða neðar (eða ofar). Gott er að þá fengi maður að vera í nýja húsinu, eða Ólinn lofaði fallistum því allavega. Ég segist vera hálfnuð, en samt er stigsprófið eftir, sem er nú ansi stór biti. Ég hef varið 2 síðast liðnum helgum niðrí skóla og æft lögin, kíkt á æfingarnar og skalana, en ekki nóg samt, en ég hef næstu helgi samt í skalana og fínpússingu. Síðasti tíminn fyrir próf er í dag - ég er enn ekki ákveðin hvaða lög ég tek, því ég er búin að pússa til lög sem voru hæpin um daginn, en þetta kemur allt í ljós.
Í eyrunum: Kik it - Brooklyn Funk Essentials
Ég hlakka svo til þegar þessi törn er búin. Það er svo margt sem ég ætla að hella mér út í eftir próf, tékka á Mboxinu, ákveða hvurn fjárann ég geri á afmælinu mínu, en foreldrar mínir sem búa út á landi komast ekki í bæinn svo það stefnir í að á sjálfan afmælisdaginn verði lítið fútt. Ég er búin að fara marga hringi með hvað ég geri, var að spá í grillgilli en svo kom í ljós að það yrði helst til fámennt, svo ég þarf að finna betri tíma á þetta. Mig langar svo að gera eitthvað - veit bara ekki alveg hvað.
Eftir stigsprófið ætla ég á Jómfrúna og sitja þar fram að lokun með smörrebröd í annarri og Tuborg í hinni. Vúhúú!
:: geimVEIRA:: kl. 10:41:: [+] ::
...