[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Almennilegt tjútt! Á föstudaginn var þetta líka svakalega afmælistjútt hjá geimVEIRU, sem þótt ég segi sjálf frá, heppnaðist rosalega vel. Það var mjög vel mætt og allt gekk upp einhvern veginn. Ég var með bjór Miller og 1664, í bala á klaka, rautt (A Mano, Villa Puccini og KWV Rooderberg) og hvítt (Rosemount GTR), grillpinna með svínalund, kúrbít, papriku, rauðlauk og sveppum (í marineríngu sem ég bullaði upp sjálf), salat með cherrytómötum, furuhnetum og fetaosti, og kartöflur og dressingu, og síðar um kvöldið brie og basilolíu, jarðarber, olífur, After-Eight, snakk, kók og appelsín í gleri og lakkrísrör, og bara svona til að toppa þetta almennilega skálaði partýið í Bollinger-kampavíni.*)
Það var spilað á píanó og hristur og sungið í AER-kubbinn sem ég fékk í afmælisgjöf, og allir sýndu af sér kæti. Þetta var frábært. Ég er svo ánægð að hafa drifið í þessu bara - og hafa gert þetta með stæl! Ferlega gaman!
Svo fékk ég afmælissöng með undirleik, blóm og vínflöskur, og minningabók, karöflu, kaffi, mynd, geisladisk með PJ Harvey og DVD með Sting, veski slæðu og buddu, kampavín og svakalega sætan hring úr OR frá Ma&Pa (úff og ég var búin að fá kubbinn!!!!!!!) og svakalega sæta eyrnalokka, merkilegt nokk líka úr OR sem er einmitt uppáhaldsglingurbúðin mín (því ég er svo lítil glingurkerling, en fíla samt allt þarna inni). Bara fullt af pökkum handa dýrinu. Það var rosalega gaman hvað liðið hristist vel saman, vinir og ættingjar, ég fékk ómetanlega hjálp undir lokin, en þar til hálftíma fyrir teitið, var mín á útopnu... byrjaði að skera niður og marinera kl. 8 um morguninn (tók mér sumarfrí) svo það var yndislegt hvað þetta gekk upp. Ég er enn á skýi bara. Vúhúú.... er ekki alveg leyfilegt að halda upp á 31 árs afmæli líka?
*) Afsakið upptalninguna, mig langar bara að hafa þetta skráð einhvers staðar því ég gleymi alltaf svonalöguðu.
:: geimVEIRA:: kl. 14:15:: [+] ::
...