[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Textamöppuplanið Ég keypti voðafallegan pappír í prentarann sem er skemmtilega grænn á litinn og er meiningin að útbúa möppu með textum (já keypti líka möppur í gær) við lög sem ég þykist kunna, en þetta kom út úr einni jam-sessioninni um daginn, þessi hugmynd, þegar ég þekkti lag eftir lag en lagði ekki í að syngja þau, þar sem ég mundi ekki nema eitt og hálft erindi í textum í hverju þeirra tops. Ef maður getur smíðað sér möppu af lögum sem maður getur sungið sæmilega og skellir inn merkingu með tóntegundinni sem hentar manni, ætti maður að vera kominn einu skrefi fjær því að gera sig að fífli þegar maður lætur vaða að syngja lag næst, því það kemur fyrir að maður vill syngja lög og ólíkt í skólanum maður þarf ekki að hafa nótur að öllu alltaf hreint, þar sem menn kunna oft vinsæl lög... en ég kann lögin en ekki textana, síðast tók ég gamalt hjartfólgið lag fimmund fjarri bestu tónhæð og rústaði textanum sæmilega hressilega, það var bara gaman að þessu (fyrir mig allavega - en greyið fólkið hahahah) en hefði verið enn skemmtilegra í það minnsta að hafa það í réttri tóntegund - stundum öfunda ég hljóðfæraleikara að þurfa ekki texta til að bulla með í lögum sem þeir kunna sæmilega til vel. Það er alltaf skatturinn svosem, en hann blífur takmarkað sem redding. Mappan ætti að hjálpa eitthvað til.
Ég er alltaf að fíla kubbinn minn betur og betur, merkilega ágætur hljómur í þessu, ég er með allskyns fídusa sem ég kann ekkert á en maður fiktar sig í gegnum þetta.
Mig vantar að kunna betur að taka saman form laga, þ.e. þjappa lögum saman þannig að 4 síðna lag komist á eitt blað, því þau komast flest fyrir þannig, en maður þarf að hafa á hreinu uppsetninguna til að fyrirbyggja misskilning, enn eitt framtíðar projectið: að læra að gera svona.
Annars er bara samspilsæfing og síðan í kvöld á að smíða pizzu eftir minni. Reyndar sérstaklega einfalda pizzu samt, sem pöntuð var við Miðjarðarhafið í fyrra: Parmaskinka, mozzarella og pesto. Fáránlega einfalt, en bragðaðist vel úti, kannski hitti ég á réttu hlutföllin, ef ekki vantar mig uppskrift að einhverju gómsætu til að nota restina af skinkunni (annað en að setja hana með melónu á disk... það hefur aldrei heillað mig mikið).
:: geimVEIRA:: kl. 15:56:: [+] ::
...