[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Ouch Ég er alveg á því að það þurfi að minna mig á að spila ekki á congatrommur* þegar ég er drukkin. Mér finnst svo agalega gaman að spila á svoleiðis, en það vill fylgja að manni er illt í lófunum á eftir, en núna setti ég met, ég er svaðalega bólgin og með mar á milli fingranna og á úlnliðnum og ég veit ekki hvað og hvað. Spilaði hendurnar í klessu semsagt já og drakk of mikið. Reyndar er ég ekkert þunn samt, en boy ó boy mér er illa illt í lúkunum.
Tónleikarnir hans Sigga voru ferlega skemmtilegir mjög vel sóttir og góð stemming, ég missti nú næstum af matnum á eftir í veseni sem var mikið á mér í gær enda var ég algjör kvíðabolti, furðulegt dæmi, en ég náði allavega að borða, síðan var partý á Stúdentakjallaranum (þar sem hinar hættulegu congatrommur voru), ég tók smávegis í hljóðnema líka reyndar líka, var ekki að fíla mig og var eins og karfi í framan þegar röddin var farin að bresta og svona, en þetta slapp fyrir horn, ég læddist síðan á trommurnar þegar ég var búin að drekka (of mikinn) bjór.
*Leiðrétt eftir að Sandra minnti mig á muninn á bongó og congas....
:: geimVEIRA:: kl. 12:29:: [+] ::
...