[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Lífsgleðin og húmorinn Tónleikar kvöldsins voru hreint út sagt frábærir! Baklandið spilaði á Kaffi List: Ómar gítar og Óskar sax Guðjónssynir, Jóhann Ásmundsson bassi og Helgi Svavar trommari veltu upp algerlega nýjum vinklum á gömlum slögurum, sálmum og púkópoppi og gerðu að sínum. Aldrei nokkurn tímann hefði ég trúað því að ég myndi heyra "Á ball" eftir Bjartmar Guðlaugsson (sem ég heyrði live á ÚÍA móti á Eiðum í flutningi höfundar þegar ég var 14 ára) jazzað upp, að heyra "Ólaf Liljurós" eins og aldrei fyrr (eitthvað annað en þegar maður tók þetta í Ísaksskóla í den)... "Guð gaf mér eyra" ... þetta voru allt svo skemmtilega nýjar nálganir og sem fyrr fékk maður alveg sneið af sálu músíkantanna með sér í doggybag. Algjört upplifelsi, það lýsti líka af þeim lífgleðin einhvern veginn svo maður ljómaði alveg sjálfur og ljómar enn. Þetta er alveg magnað að fá að upplifa svonalagað reglulega. Sénsinn að ég hætti að mæta á tónleika núna - ég er að setja einhvers konar met held ég, þetta er bara svo gaman!