[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Gleðilegan þriðjudag! Það er ósköp róandi að skella Breathe með Télépopmusik á winampinn... er með það í gangi núna. Fór og borðaði snilldarkjúkling á Vegamótum í hádeginu, það og latte frá Súfistanum og maður er tilbúinn í síðari hluta vinnudagsins.
Í kvöld er ég að spá í að prófa að elda mér tofu. Vonandi lifir maður það af. Ég er í mikilli tilraunastarfsemi alltaf þessa dagana, byrja síðan fiktið í Mboxinu fyrr en síðar, en það kemur til landsins á morgun með foreldrunum.
Lýsi ég hér með eftir góðum ráðum þar sem ég þarf að partition-a... hvað á maður að kalla þetta á íslensku.. já bara segjum "deilda"(e. partition) niður harða diskinn í lappanum (diskurinn er 60 gíg), hef ekki staðið í svoleiðis síðan 1997. Nema ef kunnir mæla frekar með að maður versli utanáliggjandi harðan disk, sem er nokkuð sem ég stefni á að gera í framtíðinni væntanlega. Annars hugsa ég að ég byrji bara að fikta samt í græjunni, án þess að fiffa harðadiskmál strax, enda tekur örugglega ágætan tíma að setja sig inn í þetta allt saman. Tilhneygingin er nú samt að diskpláss fer hratt þegar maður fer í tilraunastarfsemi.
:: geimVEIRA:: kl. 14:28:: [+] ::
...