[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Geisladiskakaup Skrapp í hádeginu út og ætlaði að versla mér geisladisk. Þeir urðu reyndar tveir:
en þessi er svona smá flipp með gamalt Blue Note dót, mjög flott stuff heyrist mér, og þessi hérna, sem Kristjana mælti með við mig með Jamie Cullum . [update: er búin að hlusta á Cullum þetta er flott hjá stráknum, skemmtilegar útsetningar... ferlega skemmtilegt bara]
Síðan datt ég inn í sniðuga nýja búð og hitti þar sko bara gamlan bekkjarfélaga hana Þórdísi Claessen, megabeib hönnuð og slagverksleikara og nú verslunareiganda, ég verslaði tvo fyndna boli sem hún hannaði. Því miður finn ég enga heimasíðu, en búðin heitir Ósóma, allir kaupa sér "Afsakið hlé"-bol af Þórdísi.
:: geimVEIRA:: kl. 14:10:: [+] ::
...