[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Föstudagsmiðvikudagurinn langi
Þetta er búinn að vera fínn dagur, skrapp á Vegamót í hádeginu og smakkaði rosalega góðan rétt kjúklinga satay sem ég hafði ekki smakkað áður. Það er komið vor í fólk svona almennt, ég hef ekki komist í að æfa mig undanfarið, en góð lota er framundan. Kíki til foreldranna í heimsókn og borða stærsta páskaegg sem ég hef nokkurn tímann fengið í boði Og Vodafone úm páskana (merkilega öfugsnúið að fá svona á gamals aldri þegar maður þyrfti að losa sig við kíló af nammi en ekki bæta því á sig).
Mér finnst þessi dagur passa ágætlega sem síðasti vinnudagur vikunnar og hef hér með ákveðið að hafa almennan frídag á morgun og hinn, eða var kannski einhver búinn að fatta upp á því áður?
:: geimVEIRA:: kl. 14:28:: [+] ::
...