[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Blaður Stundum fæ ég hugmyndir um ráðleggingar til fólks sem engan veginn hentar að viðra þar sem þær eru engan veginn umbeðnar svo ég þarf að halda kjafti, nokkuð sem ég geri nokkuð vel verð ég að segja, en stundum þarf maður að sleppa nokkrum áfram í gegnum síuna og kanna áhugann á því að framkvæma hugmyndina. Ansi oft þegi ég yfir því sem ég hugsa, stundum er það synd, en yfirleitt er það af skærri skynsemi og til góða fyrir alheiminn að maður þegir meira en maður blaðrar. Maður þarf að þekkja fólk svoldið vel til að geta skipt sér af því finnst mér, ég þekki reyndar engan sem þekkir mig virkilega.
Kannski er ég alveg á rangri leið og skynsamt fólk, eins og ég *hóst*, ber skyldu til að láta í sér heyra sem mest og oftast. Spurning.
:: geimVEIRA:: kl. 14:28:: [+] ::
...