:: Þvaðurveita geimVEIRU ::

Fyrsta tölva geimVEIRU - Sinclair ZX Spectrum 48K
Þvaðurveita Reykjavíkur og nágrennis
- Þ R O N -
:: Þvaðurveita geimVEIRU :: Forsíða | e-mail | Skoða gestabókina | Skrifa í gestabókina |
[::..Andlega óvanheila veðrabeibið..::]
Hin stelpan varð úti - enda allt of heimsk til að mega vera hérna, þessi er með viti.
[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs samþykkis höfundar...::]
[::..Gamalt þvaður..::]
október 2002 nóvember 2002 desember 2002 janúar 2003 febrúar 2003 mars 2003 apríl 2003 maí 2003 júní 2003 júlí 2003 ágúst 2003 september 2003 október 2003 nóvember 2003 desember 2003 janúar 2004 febrúar 2004 mars 2004 apríl 2004 maí 2004 júní 2004 júlí 2004 ágúst 2004 september 2004 október 2004 nóvember 2004 desember 2004 janúar 2005 febrúar 2005 mars 2005 apríl 2005 maí 2005 júní 2005 júlí 2005 ágúst 2005 september 2005 október 2005 nóvember 2005 desember 2005 janúar 2006 febrúar 2006 mars 2006 apríl 2006 maí 2006 júní 2006 júlí 2006 ágúst 2006 september 2006 október 2006 nóvember 2006 desember 2006 janúar 2007 febrúar 2007 mars 2007 júlí 2007 ágúst 2007 október 2007 nóvember 2007 janúar 2008 febrúar 2008 mars 2008 apríl 2008 maí 2008 júní 2008 júlí 2008 október 2008 desember 2008 nóvember 2010
[::..Tempus fugit..::]
[::..Blogg gæðafólks sem ég hef hitt..::]
:: Bulld0zer::
:: ErlaROKK::
:: Sandkastalinn::
:: Skonrokk::
:: Hafdís::
:: Kjartan::
:: Señor Diaz::
:: Stína::
:: María::
:: Sigginn::
:: Erna og Murder the Exterminator::
:: Atli::
:: Steini::
:: Snerillinn::
[:: geimVEIRA í Southpark ::]
[::..Þétt tónlistardýr..::]
:: Jóel Pálsson::
:: Tómas R. Einarsson::
[::..Frábær lög vina og kunningja..::]
:: You Turn
:: Gengið á gufununum
[::..Annað tengt tónlist..::]
:: Berklastofnunin::
:: DiSK hjá Digidesign::
:: Múlinn::
:: Taktmælir::
:: Netverslun audioMIDI.com::
:: Pandora::
:: Nokkur lög með hljómum::
:: Slatti af lögum á midi::
:: Samplsaga::
:: Trompetsólóasíða::
:: Sheetmusic Direct::
:: Netverslun Music123.com::
:: Nótnapapprsblöð::
:: Real bækur::
[::..Skemmtileg blogg fólks sem ég þekki ekki..::]
:: Richard Melville Hall::
:: Katrin.is M.Sc.::
:: D.Þ.J.::
:: Þórdís Nadia::
:: Dr. Gunni::
:: Trigger XLII::
:: Hvað hugsar Albert?::
:: Bedda::
:: Frábæri ljósmyndarinn::
:: Unnur::
:: Sverrir::
:: Elsa::
:: tóta með litlum staf::
[::..Ýmsar ágætar síður..::]
:: Mogginn á netinu::
:: VCD leiðbeiningar::
:: Afbollunarvefur::
:: Íslensk orðabók::
:: Gargandi snilld::
:: Vírusalistar::
:: NASA::
:: Π::
:: Vírusa- og glufuleit::
:: geimSKONSUR::
:: Persónuleikapróf::
:: RSS fréttaþjónusta mola.is::
:: Nafnlausar játningar::
[::..Hringavitleysa..::]
Vefhringur
< ? iCeBloG # >

:: sunnudagur, mars 28, 2004 ::

Non-stop Happy Hour
Ég er barasta búin að vera þokkalega busy síðan á föstudaginn... ég fór eftir vinnu og keypti mér nýjan gsm síma þar sem gamli minn var í dauðateygjunum og farinn að týna gögnum

Nýi síminn minn: Nokia 6100 Hann er ósköp lítill blessaður - vegur bara 76 grömm (sem vóg þyngst) ég er enn að venjast honum, mér finnst þetta eins og svona leikfangasími eða eitthvað... allavega, þegar ég var búin að versla hann rauk ég í Tónastöðina þar sem í millitíðinni var lokað, ég hringdi hinsvegar og voru þeir svo indælir að bíða eftir mér með afmælisgjöfina snemmbúnu hinn frábæra AER-kubb sem ég hef haft á heilanum undanfarið að eignast.

Er hann ekki sætur? Ég fékk svoleiðis þvíííílíka þjónustu í Tónastöðinni að ég missti andlitið, en ég fékk í stað 5% staðgreiðsluafsláttar heil 20% af! Sem þegar ég spurði manninn hvort hann væri viss um að þetta væri rétt hann brosti bara og kallaði Happy Hour afslátt - ég brosandi hringinn var svo hissa og ánægð og glöð þegar hann bauðst til að bera gripinn út í bíl fyrir mig, að ég steingleymdi mækkaplinum sem ég keypti með. Þar sem ég skipti um gemsakort þegar ég keypti nýja símann og eitthvað hafði misfarist í þeirri aðgerð var gamli gemsinn óvirkur og ég varð að bruna heim til að reyna að hringja í búðina. Mér til mikillar ánægju var ennþá svarað í símann og varð úr að farið var með kapalinn í sjoppu rétt hjá. Samt náði ég ekki að sækja hana þá því ég var að reyna að redda símadæminu með Og, sem gekk upp. Eftir allt þetta var ég orðin alltof sein og varð að fara bara í vinnufötunum á hina frábæru tónleika Angurgapa á Ungjazzhátíðinni á Borginni. Þar heyrði ég líka í HOD sem einnig voru frábærir síðan spiluðu danskir gestir, sem voru aðeins of rólegir fyrir stemminguna sem ég var komin í, en samt mjög flinkir. Síðan mér að óvarri kom tilkynning um jam-session á Kaffi List, ég sem var orðin svakaþreytt gat ekki annað en tékkað samt á henni og skemmti mér konunglega fram í rauða nóttina... kynntist stelpu úr skólanum og gerði með henni tónleikamætingasamning (en hana vantar líka stundum tónleikafélaga) og var um leið gert plan að á komandi degi (pun intended) myndum við hittast og æfa einhver lög.... ég kom mér heim rétt svo í tíma svo ég gæti vaknað snemma því að...

Á laugardaginn fór ég í strípur, þar sem ég var fiffuð til og tilblásin og fín. Ég skellti mér bara á Kaffibrennsluna og einn svartan þar sem passaði þrælvel þar sem æfingin átti að vera kl. hálfþrjú. Ég náði því að chilla þarna og borða, sækja hljóðnemakapalinn í sjoppuna og mæta á æfinguna. Þetta kom bara þrælvel út, gaman að tékka á nýjum lögum, fékk m.a. texta að On Green Dolpin Street sem er lagið sem ég fékk á heilann um daginn. Síðan brunaði ég heim og borðaði og skipti um föt, druslaði öllu dótinu mínu út í bíl (alveg nýr pakki að þurfa að róta þegar ég fer á djammsession vúhúú) og fór í frábært party hjá Söndru. Mér hafði skilist að fólk ætlaði flest að sleppa því að mæta á ungjazztónleikana þarna um kvöldið, svo ég ákvað að vera bílandi nema stemmingin á manni yrði vínvæn (tók með mér afgangsFresita til öryggis). Svo datt mín í stemmingu að smakka á freyðivíninu, en þegar fólk hafði borðað og spjallað í nokkra stund, kom í ljós að það ætluðu bara heilmargir á tónleikana. Ég hafði samið um far og geymslu á dótinu mínu við félaga Skonrokk, sem ætlaði á tónleikana, ég var mikið til í að tékka á þeim líka svo ég kvaddi og dreif mig með. Þar var mjög gaman - ég sá eftir partyinu en sá ekki eftir að mæta á tónleikana. Líka bara atriði að sýna samstöðu, hætta ekkert við planið að mæta á sem flest og svona. Ég var samt orðin ansi þreytt og sturtaði í mig kaffi undir lok tónleikanna, enda var aðaldæmið eftir: Jamsession NeFs.

Þangað var komið um miðnætti. Ég hafði ekkert áttað mig á því að ég þyrfti að stilla upp dóti... fílaði mig hálfaulalega þarna - enda hafði ég engan tíma haft til að læra á blessaðan kubbinn, en þetta hafðist allt og endaði með því að ég var látin opna kvöldið með félögunum... ég hafði ekkert ready í það - náði að klúðra því litla sem ég hafði á blaði, því ég hafði ekki nógan tíma til að raða drasli upp og svona, en þetta var bara mjög gaman ég bullaði mig fram úr þessu bara og söng 2 lög, það var engin stemming fyrir neinu jazzdraslinu sem ég var með í möppu enda of róleg mörg hver svo þetta varð bara að vera svona mátulega kærulaust - sem var mjög skemmtilegt. Frábært að geta loksins verið með. Kubburinn var þarmeð vígður. Síðan tókum við Skonrokkið líka lag sem við höfðum æft um daginn að hans hugmynd, það kom þrælvel út fannst mér. Þetta heppnaðist bara mjög vel allt saman.
Nú ætla ég að drífa mig á tónleika Ólans - spurning að fæða sig á Brennslunni áður....

:: geimVEIRA:: kl. 19:56:: [+] ::
...

This 

page is powered by Blogger. Isn't yours?