[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Fokk fokk fokk! Ég held að það hafi verið gefin út afturköllun á karmagarminn allavega voru þetta rangar upplýsingar sem ég fékk um daginn varðandi þessa punkta mína - svo ég á ekkert meira en ég hélt, sem er glatað. Tími í klippingu sem ég bókaði með mjög miklum fyrirvara var ranglega bókaður hjá stofunni, þau bókuðu mig á einhverja aðra hárgreiðslukonu - sem er überglatað þar sem ég hef verið hjá þeirri sömu í fleiri ár, svo ég þarf að bíða í 10 daga í víðbót - og hárið á mér var orðið ömurlegt fyrir mánuði síðan eiginlega og ég fíla mig ömurlega. Fundur á vinnustaðnum mínum sem ég hélt að snérist um hluti tengda starfinu reyndist vera ömurlegur sölumannafyrirlestur þar sem reynt var að þvinga upp á mann einhverjum andskotanum, sem fyrir manneskju sem leggur sig fram um að losna við svona pakk, er gersamlega ferlegt að sitja undir. Ég fékk í gær að vita að ég á að fá að fara í stigspróf sem búið var að segja að ég fengi ekki að fara í, ágætt að það breyttist, en þetta er bara fáránlega stuttur fyrirvari. Það er búið að fokka svo í manni með þetta að ég hef verið allt frá því að hætta í skólanum yfir í að halda að ég væri að fara að taka enn hærra stig svo loksins þegar maður var orðinn viss um að það væri ekki möguleiki að taka stig og ég hef þarmeð nákvæmlega alls ekki undirbúið slíkt, þá allt í einu á maður að vippa fram einu svoleiðis eftir tæpa 2 mánuði. Jájá, ég veit alveg að ég á að geta þetta og blabla, en þetta er bara svoleiðis með ólíkindum hvers vegna allt skipulagstengt þarf að vera í ólestri í svona rándýru námi ég tek líka inn á mig þegar verið er að stefna rosa hátt og búið að segja manni að maður ætti að taka 6. stig og blabla síðan var öllu kippt undan manni (þegar ég kannaði reglurnar og gerði þau mistök að ætla að fara eftir þeim í staðinn fyrir að gera eins og fordæmi er fyrir og taka bara stigið óháð reglum)- það hefur haft veruleg áhrif á mann allavega í vetur - fékk netta "Why bother!" kastið allavega og hef ekki lært heima for ages enda hvort sem er verið að skrúfa mann til baka um heilt ár og 140 þúsund kall... nú allt í einu á maður að stökkva til - og ég veit ekkert hvað maður er að koma sér út í ... æi ég er allavega BARA pirruð á þessu, mér leiðist svo óendanlega skítt að láta valta yfir mig.
Ef ég væri á leiðinni í klippingu í dag gæti vel verið að ég vær bara jolly motherfucker en þetta helvítis sölumannaambush í kaffitímanum plús að maður þarf að vera eins og aumingi ennþá lengur - ég er bara komin í vont skap.
Reiðilestri miðvikudagsins 17. mars 2004 er lokið.
:: geimVEIRA:: kl. 11:36:: [+] ::
...