:: Þvaðurveita geimVEIRU ::

Fyrsta tölva geimVEIRU - Sinclair ZX Spectrum 48K
Þvaðurveita Reykjavíkur og nágrennis
- Þ R O N -
:: Þvaðurveita geimVEIRU :: Forsíða | e-mail | Skoða gestabókina | Skrifa í gestabókina |
[::..Andlega óvanheila veðrabeibið..::]
Hin stelpan varð úti - enda allt of heimsk til að mega vera hérna, þessi er með viti.
[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs samþykkis höfundar...::]
[::..Gamalt þvaður..::]
október 2002 nóvember 2002 desember 2002 janúar 2003 febrúar 2003 mars 2003 apríl 2003 maí 2003 júní 2003 júlí 2003 ágúst 2003 september 2003 október 2003 nóvember 2003 desember 2003 janúar 2004 febrúar 2004 mars 2004 apríl 2004 maí 2004 júní 2004 júlí 2004 ágúst 2004 september 2004 október 2004 nóvember 2004 desember 2004 janúar 2005 febrúar 2005 mars 2005 apríl 2005 maí 2005 júní 2005 júlí 2005 ágúst 2005 september 2005 október 2005 nóvember 2005 desember 2005 janúar 2006 febrúar 2006 mars 2006 apríl 2006 maí 2006 júní 2006 júlí 2006 ágúst 2006 september 2006 október 2006 nóvember 2006 desember 2006 janúar 2007 febrúar 2007 mars 2007 júlí 2007 ágúst 2007 október 2007 nóvember 2007 janúar 2008 febrúar 2008 mars 2008 apríl 2008 maí 2008 júní 2008 júlí 2008 október 2008 desember 2008 nóvember 2010
[::..Tempus fugit..::]
[::..Blogg gæðafólks sem ég hef hitt..::]
:: Bulld0zer::
:: ErlaROKK::
:: Sandkastalinn::
:: Skonrokk::
:: Hafdís::
:: Kjartan::
:: Señor Diaz::
:: Stína::
:: María::
:: Sigginn::
:: Erna og Murder the Exterminator::
:: Atli::
:: Steini::
:: Snerillinn::
[:: geimVEIRA í Southpark ::]
[::..Þétt tónlistardýr..::]
:: Jóel Pálsson::
:: Tómas R. Einarsson::
[::..Frábær lög vina og kunningja..::]
:: You Turn
:: Gengið á gufununum
[::..Annað tengt tónlist..::]
:: Berklastofnunin::
:: DiSK hjá Digidesign::
:: Múlinn::
:: Taktmælir::
:: Netverslun audioMIDI.com::
:: Pandora::
:: Nokkur lög með hljómum::
:: Slatti af lögum á midi::
:: Samplsaga::
:: Trompetsólóasíða::
:: Sheetmusic Direct::
:: Netverslun Music123.com::
:: Nótnapapprsblöð::
:: Real bækur::
[::..Skemmtileg blogg fólks sem ég þekki ekki..::]
:: Richard Melville Hall::
:: Katrin.is M.Sc.::
:: D.Þ.J.::
:: Þórdís Nadia::
:: Dr. Gunni::
:: Trigger XLII::
:: Hvað hugsar Albert?::
:: Bedda::
:: Frábæri ljósmyndarinn::
:: Unnur::
:: Sverrir::
:: Elsa::
:: tóta með litlum staf::
[::..Ýmsar ágætar síður..::]
:: Mogginn á netinu::
:: VCD leiðbeiningar::
:: Afbollunarvefur::
:: Íslensk orðabók::
:: Gargandi snilld::
:: Vírusalistar::
:: NASA::
:: Π::
:: Vírusa- og glufuleit::
:: geimSKONSUR::
:: Persónuleikapróf::
:: RSS fréttaþjónusta mola.is::
:: Nafnlausar játningar::
[::..Hringavitleysa..::]
Vefhringur
< ? iCeBloG # >

:: fimmtudagur, mars 11, 2004 ::

D#sus Kræst!
Sök bítur sekan. What goes around comes around. Karmapælingin alveg að virka þessa dagana. Ég er núna í svona svaka sveiflu þar sem ég er að fá klapp á bakið frá alheiminum. Það er mikil gleði þessa dagana, fyrir utan að til stendur að hittast og vera glaður um helgina í grilltjútti sem ég hef skipulagt með góðri hjálp næstu helgi, og ég ætla að leggja mig fram um að gestirnir hafi það sem allra best og skemmti sér vel, þá hef ég hjálpað hinum og þessum með eitt og annað. Gefið góð (nota bene umbeðin) ráð um ótrúlegustu hluti, forræðismál yfir í hár yfir í tölvumál - gefið sénsa í umferðinni þótt ég væri í tímahraki sjálf (æi ég geri það alltaf þegar við á) - bent konunni sem dró neistandi pústkerfið eftir bílnum sem hún ók á háannatíma á það, skellt mér á alla tónleika sem ég hef komist á með félögum úr skólanum þótt ég hefði ekki efni á því, haldið aftur af mér þegar ég hef viljað afhausa heimskar ljóskur eða hakka í mig einhverja heimsku sem þær létu út úr sér, bjargað kettinum, sem hljóp yfir götuna í myrkrinu með því að fatta að setja á háa geislann svo aðvífandi bíll æki ekki yfir hann, og hjálpað fólki í vinnunni og svona bara verið svona líka fucking saint altogether 'n shit eða þar um bil - þá er eitthvað mega-reward að skila sér. Big up from the Universe barasta.
Ekki aðeins var ég að uppgötva að ég á punkta (Vörðupunkta sem bankinn minn var búinn að týna og fullyrti að væru ekki til fyrir 3 árum þegar ég athugaði með þá) punkta sem ég get lagt ofan á vildarpunktana mína, þetta þýðir að ég á hátt í 90.000 punkta sem ég get notað í ferðalög og flipp, heldur þá er ég að fá bara cold hard cash sem ég hélt ég myndi aldrei fá eða sjá, en beiðni um endurskoðun höfnunar á styrkveitingu frá stéttarfélaginu mínu vegna námsins míns, sem ég ákvað að fara nýja leið til að bera fram, bar loksins árangur. Ofan á þetta var ég síðan að komast að því að ég get fengið margfalt hærri endurgreiðslu vegna kortsins míns hjá Nordica en ég hélt. Ég geri mér vonir um að ná jafnvel 40-50 þús. kr. fljótlega, sem ég átti engan veginn von á (gerði mér vonir um svona 6-8 þúsund kr.) sem kemur sér ekkert lítið vel. Verst hvað ég er með langan lista af dóti sem mig vantar/langar í, maður ætti að vera gáfaður og borga skuldir, ætli maður verði það ekki, en ég vona að ég geti gert eitthvað pinkuskemmtilegt líka. En D#sus Kræst finnst ykkur þetta ekki dáldið merkilegt að fá svona bombarderíngu af jákvæðum hlutum á 2 dögum? Mér finnst það mjög gott og er bara meira en sátt, meira svona takk kærlega!

Ég var í allan gærdag í miklum tölvupælingum. Var alveg frá því ég kom heim úr vinnunni og langt frameftir kvöldi að hjálpa vinkonu minni að setja upp tölvuna hennar og svona eins og eitt tvö forrit, mjög gaman að því. Ég komst náttúrulega ekkert í að prófa nýstillta píanóið - það verður örugglega gert í kvöld.

:: geimVEIRA:: kl. 11:20:: [+] ::
...

This 

page is powered by Blogger. Isn't yours?