[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Vúúhúúú! Ég veit ekki annað en bara allt tölvuvesenið sé leyst. Ekki var ég nú ánægð með viðbrögð tölvuverslunarinnar sem þrætti út í óendanlegt fyrir alla ábyrgð og vildi þvæla málið með að allt yrði háð því hvort jaðartæki (sem ekki virkaði rétt) hefði verið gallað (sem ég hafði uppáskrifað að væri raunin frá Og-mönnum). Í dag urðu þeir að éta hattinn sinn þegar þeir höfðu fengið staðfest að það sem ég hef haldið fram nú í nokkrar vikur væri satt og rétt. Þótt mér væri endurgreidd verkstæðisvinna, sem ég var rukkuð um þrátt fyrir að ég fengi allan búnaðinn til baka óstarfhæfan, var ég ekki einu sinni beðin afsökunar... mér fannst það nokkuð lélegt þegar ég hef staðið í ómældri vinnu í 7 vikur, sem má í öllu rekja til rangra upplýsinga við kaup tölvubúnaðarins og síðan þrákelni við að viðurkenna gallaða vöru.
En hvað um það, ég á mikið að þakka öllum strákunum hjá Og Vodafone sem hafa verið ótrúlega almennilegir alveg í þessu veseni öllu. Ég er búin að tala örugglega 10 sinnum við þá hjá Nethjálpinni í alveg 20-30 mínútur í nokkur skiptin, þar sem farið var yfir gersamlega allt mögulegt og ómögulegt. Tölvan mín og allur netbúnaður var mældur og prófaður á verkstæðinu, ekki einu sinni, ekki tvisvar heldur þrisvar, í tvö skiptin var unnið á vélina í 4-5 klukkutíma, ég fékk meira að segja einn náunga heim til mín milli jóla og nýárs! Þessi þjónusta var bara algjörlega frábær og ekki ætla ég að kvarta yfir því heldur að hún var ÓKEYPIS með öllu! Ég ákvað því að senda þeim blessuðum smá þakklætisvott sem ég pakkaði inn og setti á slaufu og skrifaði þeim þvílíka ástar- og þakklætiskveðju í kort með. Ætlaði nú að hafa það konfekt eða eitthvað svona huggulegt en fann ekkert svoleiðis af viti, svo það var bara keyptur kassi af Prince Polo. Ég fór svo með þetta niðrí Og Vodafone og vona að þetta skili sér.
:: geimVEIRA:: kl. 19:04:: [+] ::
...