[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Ég er bara búin að vera heima lasin í gær og í dag. Í gær vaknaði ég agalega slöpp eitthvað svo ég afboðaði mig í vinnuna kl 8 fór að sofa og vaknaði ekki fyrr en að verða fimm. Svo ég er ekkert komin á fætur ennþá. Verð samt að drífa mig í föt og grýta jólatrénu út, mér skilst að síðasti dagur hirðingar sé í dag.
Ég get ekki alveg lýst því hvað, í öllu þessu bloody veseni með þráðlausa dæmið hjá mér, ég er ánægð með nethjálpina hjá Og Voðafóni. Ég talaði við enn einn náungann í dag, ég hafði náð að uppfæra driver fyrir netkortið mitt og var að öðru leyti búin að fullfikta mig í gegnum nýju græjuna án árangurs. Náunginn fór mjög vel yfir allt með mér, og þegar það var ekki að virka lofaði hann mér því að ef ég kæmi með vélina núna myndi hann reyna að fá flýtimeðferð einhvers konar á þetta fyrir mig fyrst þetta væri búið að verða svona agalegt vesen. Ég verandi heima varð að afþakka þetta frábæra boð, en er bjartsýn á það núna að þegar ég fer með vélina á mánudaginn kemur verði þessu kippt í liðinn once and for all, enda ég núna með græju frá Og svo það ætti ekki að vera mikið mál að skipta henni út ef þetta er ekki að ganga saman. Ég er samt komin með ógeð á þessu veseni þar sem maður er eiginlega ekki að læra neitt nýtt lengur, heldur bara hjakkandi í einhverju veseni. Ég ætla að skrifa Voðafóni voða sætt bréf þegar þetta kemst allt í lag, þeir eru búnir að vera frábærir.
Ég er búin að vera að transpónera og setja upp í Sibelius annað slagið undanfarið, og er loksins komin með alveg HEILA síðu af einu lagi... *hóst* ... (ég sagði aldrei að ég væri orðin flink í þessu) nema hvað, síðan er ég að fatta núna fyrst að ég er ekki með lagið í allra bestu tóntegundinni fyrir mig... ég bara var ekkert búin að fatta það neitt. Svo nú þarf maður að gramsa og finna hvar transpóneríngarfídusinn er í Sibeliusi.
:: geimVEIRA:: kl. 15:26:: [+] ::
...