[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Gleðilegt ár! Ég biðst forláts á bloggletinni. Vonandi hafðir þú það gott um áramótin. Ég skemmti mér konunglega, borðaði frábæran mat í góðra vina hópi og var í gúddí fílíng langt framundir morgun nýársdags.
Af tilefni frétta áðan um nýjan fæðuþríhyrning fékk ég mér minn eigin þríhyrning: forláta Toblerone bita og diet-coke sopa, annars finnst mér þessi líta mjög lógískt út, kannski maður éti svona þríhyrningsfæði þegar maður leggur jólaToblerone-inu. Annars er ég bara lasin heima, er búin að vera óttalega slöpp alla helgina, hef legið uppi í rúmi með svona hitateppi alveg eins og gamalmenni bara en er öll að braggast, held ég haldi mig samt heima líka á morgun.
Bandaríkjadalur er orðinn svo lágur að maður verður að drífa í að panta sér kerlingablaðaáskriftir, ef maður væri ekki með árlega jólamóralinn væri maður nú búinn að kíkja á netverslanirnar einnig. Kannski maður geri það ef dollarinn hangir í kringum 70 kallinn áfram. Ég hef annars ekkert að segja, þá er best að þegja bara.
:: geimVEIRA:: kl. 19:10:: [+] ::
...