[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Þá eru jólin bara búin.... loksins kemur fram eini kosturinn við að hafa verið latur að setja upp skraut - maður verður ekki fram í febrúar að taka þetta allt saman niður.
Ég gleymdi að lýsa alveg ótrúlegri þjónustu hjá Og Vodafone, en vegna alls vesensins með þráðlausa dæmið hjá mér fékk ég bara heimsendan mann frítt. Sá fann út úr þessu og kom í ljós að nýji access pointinn sem ég hafði keypt er bara líka bilaður... Ég fer að halda að ég sé með óheppnari manneskjum í tölvukaupum. Anyhow nú þegar maður er kominn á lappir ætla ég að fara í allsherjar skilunartúr... vona bara að ég lendi hvergi í stælum.
:: geimVEIRA:: kl. 12:22:: [+] ::
...