[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Það eru til japanskar vespur sem eru risa risahlussur 2,7 - 4,5 cm á lengd (oj!), sem hafa í broddinum (sem er 7 mm) eitur sem getur leyst upp mannshold, það er þáttur á National Geographic núna, engin smá kvikindi sem eru rándýr. Þær finna sér hunangsflugnabú, merkja þau til árásarog fremja fjöldamorð alveg hreint á evrópskum stofnum, og ná að stela hunanginu þeirra og færa lirfurnar sínum eigin afkvæmum í matinn (yummy). 30 vespur ná að slátra 30.000 býflugum á 3 tímum - nokkuð sem býflugnabændur í Japan munu vera í vandræðum með. Nokkuð sniðugt samt að japanskar hunangsflugur hafa byggt upp varnir þannig að þær hrúga sér utan um skaðvaldinn upp í 500 stykki og mynda hjúp utan um vespuna, en þar sem saman geta þær náð upp hita sem fer yfir hættumörk fyrir innrásaraðilann svo þeirra vörn er að elda hann!
Ferlega er náttúran alltaf frábær!
:: geimVEIRA:: kl. 01:58:: [+] ::
...