:: Þvaðurveita geimVEIRU ::

Fyrsta tölva geimVEIRU - Sinclair ZX Spectrum 48K
Þvaðurveita Reykjavíkur og nágrennis
- Þ R O N -
:: Þvaðurveita geimVEIRU :: Forsíða | e-mail | Skoða gestabókina | Skrifa í gestabókina |
[::..Andlega óvanheila veðrabeibið..::]
Hin stelpan varð úti - enda allt of heimsk til að mega vera hérna, þessi er með viti.
[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs samþykkis höfundar...::]
[::..Gamalt þvaður..::]
október 2002 nóvember 2002 desember 2002 janúar 2003 febrúar 2003 mars 2003 apríl 2003 maí 2003 júní 2003 júlí 2003 ágúst 2003 september 2003 október 2003 nóvember 2003 desember 2003 janúar 2004 febrúar 2004 mars 2004 apríl 2004 maí 2004 júní 2004 júlí 2004 ágúst 2004 september 2004 október 2004 nóvember 2004 desember 2004 janúar 2005 febrúar 2005 mars 2005 apríl 2005 maí 2005 júní 2005 júlí 2005 ágúst 2005 september 2005 október 2005 nóvember 2005 desember 2005 janúar 2006 febrúar 2006 mars 2006 apríl 2006 maí 2006 júní 2006 júlí 2006 ágúst 2006 september 2006 október 2006 nóvember 2006 desember 2006 janúar 2007 febrúar 2007 mars 2007 júlí 2007 ágúst 2007 október 2007 nóvember 2007 janúar 2008 febrúar 2008 mars 2008 apríl 2008 maí 2008 júní 2008 júlí 2008 október 2008 desember 2008 nóvember 2010
[::..Tempus fugit..::]
[::..Blogg gæðafólks sem ég hef hitt..::]
:: Bulld0zer::
:: ErlaROKK::
:: Sandkastalinn::
:: Skonrokk::
:: Hafdís::
:: Kjartan::
:: Señor Diaz::
:: Stína::
:: María::
:: Sigginn::
:: Erna og Murder the Exterminator::
:: Atli::
:: Steini::
:: Snerillinn::
[:: geimVEIRA í Southpark ::]
[::..Þétt tónlistardýr..::]
:: Jóel Pálsson::
:: Tómas R. Einarsson::
[::..Frábær lög vina og kunningja..::]
:: You Turn
:: Gengið á gufununum
[::..Annað tengt tónlist..::]
:: Berklastofnunin::
:: DiSK hjá Digidesign::
:: Múlinn::
:: Taktmælir::
:: Netverslun audioMIDI.com::
:: Pandora::
:: Nokkur lög með hljómum::
:: Slatti af lögum á midi::
:: Samplsaga::
:: Trompetsólóasíða::
:: Sheetmusic Direct::
:: Netverslun Music123.com::
:: Nótnapapprsblöð::
:: Real bækur::
[::..Skemmtileg blogg fólks sem ég þekki ekki..::]
:: Richard Melville Hall::
:: Katrin.is M.Sc.::
:: D.Þ.J.::
:: Þórdís Nadia::
:: Dr. Gunni::
:: Trigger XLII::
:: Hvað hugsar Albert?::
:: Bedda::
:: Frábæri ljósmyndarinn::
:: Unnur::
:: Sverrir::
:: Elsa::
:: tóta með litlum staf::
[::..Ýmsar ágætar síður..::]
:: Mogginn á netinu::
:: VCD leiðbeiningar::
:: Afbollunarvefur::
:: Íslensk orðabók::
:: Gargandi snilld::
:: Vírusalistar::
:: NASA::
:: Π::
:: Vírusa- og glufuleit::
:: geimSKONSUR::
:: Persónuleikapróf::
:: RSS fréttaþjónusta mola.is::
:: Nafnlausar játningar::
[::..Hringavitleysa..::]
Vefhringur
< ? iCeBloG # >

:: þriðjudagur, janúar 20, 2004 ::




Eftir heilmikla yfirlegu vina minna í Vodafone, árangurslaus hjálparköll og sjálfshjálpartilraunir, sýnist mér Pjakkurinn loksins vera farinn að viðurkenna tilvist þráðlausa netsins. Í anda krukkunnar sem maður er við það að sprengja nýra í sér við að opna og réttir síðan einhverjum sem þarf ekki nema að koma við krukkuna til að opna hana, tékkaði Unnar á einu ósköp standard atriði með mér, sem ég hafði legið yfir í desember án árangurs, og það virkaði hjá honum sem aldrei virkaði hjá mér og allt fór í lag.

Ég vona bara að þetta sé endanlega komið í lag, ég var farin að gíra mig upp í að safna gögnum og upplýsingum þar sem stefndi í að gæti endað í hörðu, en ég er óendanlega fegin að losna við vesen. Það er bara ekki pláss fyrir vesenúrvinnslu í heilanum á mér lengur, er alveg komin með nóg af svoleiðis fyrir árið.

Um helgina fór ég í voðasætt brúðkaup, frænka mín gekk í það heilaga. Þetta var lítil sæt athöfn og síðan var kaffi í heimahúsi. Ég var mjög ánægð að aukagjöf frá mér og fjölskyldunni sló í gegn en ég lét útbúa körfu skreytta rauðum rósum, með Bollinger og jarðarberjum fyrir parið til að hafa með sér á hótel þar sem þau eyddu brúðkaupsnóttinni, en aðalgjöfin var mjög flott en ekki mjög krúttleg kannski. Eftir veisluna endaði ég með fjöskyldunni niðrí bæ að tjútta, mjög gaman barasta bara.

Ég festist í vinnunni í dag og missti af skólanum, það átti að vera próf í tónheyrn og allt, veit ekki hvernig það endar nú, ég boðaði forföll á skrifstofuna, en er ekki viss um hvernig tekið er á þessu - ferlega vont að þessi stundaskrá þurfi að vera svona á staðalvinnutíma skrifstofudýra. Svo þegar ég var laus meikaði ég ekki að fara, enda bara farin í algjöran mínus af því að ég hélt að ég þyrfti að fara að láta taka mig enn og aftur í )*( í tölvubransaveseni, bara fór á bömmer alveg.

Vonandi fæ ég að taka próf í næsta tíma eða eitthvað.

Ég fer í fyrsta tíma hjá söngkennaranum mínum á árinu á morgun... mér finnst ég ekkert vera í söngnámi lengur, rosalagt síðan ég fór í tíma finnst mér eitthvað. Ég hef ekkert sinnt þessu enda búin að vera að jólast og síðan flensast og tölvast og vesenast, þetta bara hefur ekkert komist á listann. Líka lítill söngur búinn að vera í hjartanu á manni eitthvað - vonandi fær maður rosakikkstart í tímanum hjá Kristjönu.

Ég keypti mér baðvog í gær. Mjög nauðsynlegt enda hin gamla nokkuð óáreiðanleg, vildi stundum tala við mann og stundum ekki, ég vissi af því að hún væri 2 kg skökk og gerði ráð fyrir því og bætti við í huganum ... en nei nei, nýju voginni fylgdi kjaftshögg - gamla er semsagt röng sem nemur helmingi meiru! Þetta undratæki verður því rödd sannleikans á heimilinu - ekki veitir af að vekja Þyrnirósarassinn á manni upp. Skrýtið að það skuli ekkert vera þægilegra að sitja á stórum rassi... merkilegt! Aukapadding hjálpar ekkert þannig lagað.
Fyrst ég hef komist að þessari niðurstöðu held ég að ég bara minnki hann aftur núna - ég er alveg búin að sannfærast, ég vann þetta vísindalega og gerði tilraun í nokkur ár. Spurning að tékka á einhverju nýju núna. Já held það bara.

Best að henda íþróttadraslinu í töskuna og drulla sér á stöðina sína. Ekki á morgun... heldur hinn.
*hóst*

:: geimVEIRA:: kl. 01:50:: [+] ::
...

This 

page is powered by Blogger. Isn't yours?