:: Þvaðurveita geimVEIRU ::

Fyrsta tölva geimVEIRU - Sinclair ZX Spectrum 48K
Þvaðurveita Reykjavíkur og nágrennis
- Þ R O N -
:: Þvaðurveita geimVEIRU :: Forsíða | e-mail | Skoða gestabókina | Skrifa í gestabókina |
[::..Andlega óvanheila veðrabeibið..::]
Hin stelpan varð úti - enda allt of heimsk til að mega vera hérna, þessi er með viti.
[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs samþykkis höfundar...::]
[::..Gamalt þvaður..::]
október 2002 nóvember 2002 desember 2002 janúar 2003 febrúar 2003 mars 2003 apríl 2003 maí 2003 júní 2003 júlí 2003 ágúst 2003 september 2003 október 2003 nóvember 2003 desember 2003 janúar 2004 febrúar 2004 mars 2004 apríl 2004 maí 2004 júní 2004 júlí 2004 ágúst 2004 september 2004 október 2004 nóvember 2004 desember 2004 janúar 2005 febrúar 2005 mars 2005 apríl 2005 maí 2005 júní 2005 júlí 2005 ágúst 2005 september 2005 október 2005 nóvember 2005 desember 2005 janúar 2006 febrúar 2006 mars 2006 apríl 2006 maí 2006 júní 2006 júlí 2006 ágúst 2006 september 2006 október 2006 nóvember 2006 desember 2006 janúar 2007 febrúar 2007 mars 2007 júlí 2007 ágúst 2007 október 2007 nóvember 2007 janúar 2008 febrúar 2008 mars 2008 apríl 2008 maí 2008 júní 2008 júlí 2008 október 2008 desember 2008 nóvember 2010
[::..Tempus fugit..::]
[::..Blogg gæðafólks sem ég hef hitt..::]
:: Bulld0zer::
:: ErlaROKK::
:: Sandkastalinn::
:: Skonrokk::
:: Hafdís::
:: Kjartan::
:: Señor Diaz::
:: Stína::
:: María::
:: Sigginn::
:: Erna og Murder the Exterminator::
:: Atli::
:: Steini::
:: Snerillinn::
[:: geimVEIRA í Southpark ::]
[::..Þétt tónlistardýr..::]
:: Jóel Pálsson::
:: Tómas R. Einarsson::
[::..Frábær lög vina og kunningja..::]
:: You Turn
:: Gengið á gufununum
[::..Annað tengt tónlist..::]
:: Berklastofnunin::
:: DiSK hjá Digidesign::
:: Múlinn::
:: Taktmælir::
:: Netverslun audioMIDI.com::
:: Pandora::
:: Nokkur lög með hljómum::
:: Slatti af lögum á midi::
:: Samplsaga::
:: Trompetsólóasíða::
:: Sheetmusic Direct::
:: Netverslun Music123.com::
:: Nótnapapprsblöð::
:: Real bækur::
[::..Skemmtileg blogg fólks sem ég þekki ekki..::]
:: Richard Melville Hall::
:: Katrin.is M.Sc.::
:: D.Þ.J.::
:: Þórdís Nadia::
:: Dr. Gunni::
:: Trigger XLII::
:: Hvað hugsar Albert?::
:: Bedda::
:: Frábæri ljósmyndarinn::
:: Unnur::
:: Sverrir::
:: Elsa::
:: tóta með litlum staf::
[::..Ýmsar ágætar síður..::]
:: Mogginn á netinu::
:: VCD leiðbeiningar::
:: Afbollunarvefur::
:: Íslensk orðabók::
:: Gargandi snilld::
:: Vírusalistar::
:: NASA::
:: Π::
:: Vírusa- og glufuleit::
:: geimSKONSUR::
:: Persónuleikapróf::
:: RSS fréttaþjónusta mola.is::
:: Nafnlausar játningar::
[::..Hringavitleysa..::]
Vefhringur
< ? iCeBloG # >

:: fimmtudagur, janúar 08, 2004 ::

3 happy endings (ég var lucky bastard í dag)!

Hasar nr. 1
Í morgun þar sem ég beygði til hægri mátti litlu muna að ég fengi bíl úr gagnstæðri átt sem kom nærri allur á mínum vegarhelmingi á móti mér götuna sem ég var að beygja inn á, beint í miltað. Ég var á stöðvunarskyldu sem ég virti að vanda, en þessi kom svo hratt (ég var búin að horfa í þessa átt) og var nær alveg á mínum vegarhelmingi líklegast út af klakabrynjunni út um allt (sem eðlilega þenkjandi ökumenn myndu ekki einu sinni fara upp í 30 km hámarkshraðann sem leyfilegur var þarna - þessi slagaði upp í 50 -60), að einungis mitt snarræði bjargaði mínum limum í morgun, en hefði ég farið hraðar af stað hefði getað orðið bílslys þarna.

Hasar nr. 2
Eftir vinnu var verkefni dagsins að skila þráðlausum access point og fá endurgreiddan. Skila þráðlausum router accesspoint og fá endurgreiddan og fara með ADSL routermódemið mitt og fá að skipta því upp í þráðlaust ADSL routermódem án þess að þurfa að borga alltof mikið á milli. Á öllum stöðunum átti ég von á svakaveseni og bjó mig andlega jafnvel undir einhverja hörku. Þetta gekk hins vegar allt upp, ég fékk meira að segja dúndurgræju hjá Og sem er glæný og voðafullkomin. Bömmer dagsins var hinsvegar að þetta virkar samt ekki ennþá - núna lýsir þetta sér samt þannig að mig grunar að það sé kannski bara driverafokk í gangi... ég er allavega ekkert að missa það ennþá.

Hasar nr. 3
Kona sem vinnur með mér ljóstraði upp leyndarmáli sem mig hefur lengi langað að vita, um hvernig baka eigi kartöflu í örbylgjuofni. Ég gangandi mitt staðalmaraþon í matvörubúðinni og hafandi ekki hugmynd eða frumkvæði í neins konar eldamennsku mundi eftir þessari snilld og ákvað að éta bara bakaðar kartöflur í matinn. Síðan fór ég heim, skellti kartöflu í örbylgjuofninn í tilskyldar 9 mínútur og lét bíða hýðið að verða stökkt og svona, mér leist þrælvel á þetta komin þessi fína bökunarlykt. Síðan lét ég hana aftur í ofninn og stillti aftur á 9 mínútur og fór að álpast eitthvað inni í stofu, fór inn með sýrðan rjóma og krydd og svona. Svo svona ákvað mín að kíkja á kartöfluna sína og viti menn!!! Rauk ekki úr helvítinu og ofninn orðinn nærri reykfylltur og þar sem ég var akkúrat að meðtaka þetta heyrðist þetta eldsupptakahljóð (svona eins og þegar maður sleppir frá sér andanum eftir að halda honum lengi) og sá ég akkúrat þar sem ég var að teygja mig til að slökkva á tæki dauðans eldtungurnar stíga upp úr kartöflunni. Eftir að hugsa málið í 1 sekúndubrot og accessa öll database um eld og viðeigandi slökkviaðferðir og ákveða að þetta væri hvorki rafmagns- né olíueldur, var Bachelor Soup bollinn fylltur af vatni og því hellt á fullmikið ELDUÐU kartöfluna. Þar með var það bál slökkt. Síðan eins og ég hefði aldrei gert annað rauk ég til og reif batteríið úr reykskynjaranum (hefði ekki meikað pípið ofan í adrenalínið) opnaði allt út - enda enginn smá reykur sem kom þegar ég opnaði ofninn. Eftir þetta adrenalínkast fór ég og "slappaði af" yfir hasarnum í ER. Kvöldmaturinn minn var semsagt syndsamlegt snakk með salsasósu, sojamjólkurferna og saltpillur. Mig langaði ekki að prófa aftur að elda mér kartöflu í örbylgjunni.

Á heildiina litið hef ég því sloppið þrælvel frá þessum degi... er ekki með bíl í miltanu... er ekki við upphaf málaferla af neinu tagi við tölvufyrirtæki.... og kveikti ekki í íbúðinni með kartöflu. Skemmdi ekki einu sinni örbylgjuofninn. Maður þarf að vera þakklátur fyrir allt svona.... þráðlaust internet hvað? Ég er með öll líffæri ennþá og slapp við eldsvoða um nokkrar sekúndur.

:: geimVEIRA:: kl. 00:06:: [+] ::
...

This 

page is powered by Blogger. Isn't yours?