[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Það var kominn tími til! Þetta gekk á endanum, held ég. Ég er loksins komin á þráðlaust samband á nýju vélina, en það gekk alveg einstaklega illa, og er svona held ég ekki ennþá alveg komið á hreint. Í það minnsta dett ég alltaf annað slagið út. Ég veit ekki alveg hvað gerist, held samt að tölvan sjálf sé ekki í rugli, en nú hafa farið fleiri klukkutímar í fikt og vélin farið á verkstæði og á endanum kom tæknimaður heim sem reddaði þessu, en ég er samt ekki alveg sátt við að detta ennþá út, þetta er önnur tilraunin mín til að blogga á vélinni, en allt datt út akkúrat þegar ég ætlaði að birta áðan.
:: geimVEIRA:: kl. 23:02:: [+] ::
...