[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Tölvukarlasnúllur Ég hringdi í tölvubúðina bara svona upp á von og óvon til að kanna hvort fyrir einskæra lukku vélin mín væri tilbúin og viti menn!? Hún er bara bíður þess að vera sótt. Þar sem búið var að gefa mér fyrirvara um að hæpið væri að þetta næðist fyrr en á föstudag og í versta falli á mánudaginn er ég mjög glöð að þetta skyldi síðan bara nást eftir allt saman.
Ég fór í gær að skoða töskur og fann eiginlega bara eina sem mér líkaði við, mjög praktíska sem er í stíl við ferðatöskurnar mínar - sem er pjatt en samt svoldið gaman ef maður næði að hafa þetta eiginlega í stíl, en hún er ansi dýr á tæp 9 þúsund, svo sá ég líka mús sem mig langar í sem er optical ferðamús með inndraganlegri snúru, nokkuð snjallt sýndist mér. Æi, það er endalaust hægt að kaupa gizmo með þessu auðvitað, held samt ég taki þetta tvennt og slappi síðan af.
:: geimVEIRA:: kl. 11:23:: [+] ::
...