[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Áramót Ég ákvað að það væri nú ekki annað hægt en að einhver bloggfærsla yrði nú við lok ársins. Ég er á leið í matarboð hjá vinafólki sem við verðum í fyrsta sinn nú með á áramótum, hlakka mikið til, enda ekki alveg verið að gera sig hefðir undanfarinna ára sbr. í fyrra þegar allt leystist upp um hálftvöleytið og allir farnir heim rúml. tvö... ekki svona alveg skemmtilegasta í heimi eftir mikla eftirvæntingu. Ó nei, þessi áramót verður sko fjör frameftir öllu. Verst að ég var vakin í morgun við símhringingu - meiri dónaskapurinn að leyfa manni ekki að sofa út á langþráðum frídegi uss!
Þetta ár hefur verið alveg ágætt bara finnst mér. Ansi erfitt samt, missti vinnuna og upplifði atvinnuleysi í fyrsta skipti, fór í fjölmörg atvinnuviðtöl og fékk fínt starf sem mér líkar vel í svo það fór bara á besta veg. Ég fór til Baltimore í febrúar. Ég tók stigspróf og gekk þrusuvel í því, fór til Nice á jazzhátíð í sumar. Næsta ár leggst einkennilega í mig samt, veit ekki af hverju, kannski bara af því að ég á von á að það verði mikið breytingaár (nú á ég von á því, síðustu áramót datt mér það nú ekki í hug en allt fór á hvolf). Ég á stórafmæli á árinu, þarf að ákveða hvað ég ætli að gera í mínum stigsprófsmálum en ég hef ekki getað ákveðið mig og í byrjun árs gæti ég þurft að taka stórar ákvarðanir. En merkilega oft virðist svona lagað bara leysast af sjálfu sér ef maður fylgir sinni sannfæringu. Svo ég bara held því áfram.
Ég hef aldrei verið áramótaheitamanneskja svo ég ætla ekkert að byrja á því núna neitt. Ég væri til í að gera eitt og annað, upplifa eitt og annað, eignast eitt og annað... en maður verður bara að vona hið besta. Áramótaóskin mín er nú helst bara að allir sem maður þekkir haldi heilsu og maður sjálfur meðtalinn, það er ágætis ósk - svo er það bara að gera sitt til að hún uppfyllist.
Skemmtið ykkur vel í kvöld - það ætla ég að gera! Gleðilegt nýtt ár og takk kærlega fyrir allt liðið!
:: geimVEIRA:: kl. 17:33:: [+] ::
...