[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Mikið rosalega er ég hissa og ánægð núna! Mér finnst lyginni líkast að búið sé að ná Saddam Hussein, greinilegt að aldrei hefur verið hvikað frá markmiðinu að taka karlugluna, þetta á að mínu mati eftir að hafa gífurleg áhrif á ástand mála þarna. Írakar þustu út á göturnar við fréttirnar, fólk þorir vonandi loksins að tala hug sinn og er gefandi hvert öðru sælgæti og skjótandi af byssum upp í loft, vonandi finnst eitthvað af þessum fjármunum sem hann stal af þjóðinni líka. Ég er glöð fyrir hönd þessara hermanna sem eru þarna að loksins komi einhverjar ánægjulegar fréttir, þetta mun hafa svo mikil sálræn áhrif. Kannski er það af því að ég er einarður NATO-sinni, kannski er það af því að ég hef gaman af Ameríkönum og hef kynnst fjölskyldum úti á Velli, kannski af því að ég er svoddan ENTJ/Field Marshall-týpa, ekki ætla ég að fara að afsaka það. En þetta finnst mér með ánægjulegustu fréttum ársins.
:: geimVEIRA:: kl. 12:08:: [+] ::
...