[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Jibbíkóla! Þá er ég loksins búin að panta tölvuna mína. Hún mun líta svona út:
Gripurinn verður með 60 gígab. hörðum disk (7200), gígabæt í minni, Intel Pentium M 1,6 mHz örgjörva, Centrino, og alls konar gúmmolaði. Ég hlakka mikið til að fikta í henni þessari, verður gaman að hafa loksins þráðlaust net. Já, þá verður bloggað úti á bílastæði, mailað utan af svölum... ih.. eða þannig.
Þar sem maður er með sérþarfir þarf ég að bíða degi lengur en ella, en ég á að fá hana á fimmtudaginn kemur. Þetta verður nú meiri hamingjan m.v. hina vélina, eða það ætla ég rétt að vona, ég er enn með hjatað í buxunum enda skíthrædd við að eitthvað klikki eins og með tölvu dauhauðans um árið. Allir krossleggja fingur fyrir geimVEIRU.
:: geimVEIRA:: kl. 16:00:: [+] ::
...