[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Gleðilega hátíð!, Ég hef nú bara farið í algjört melt-down í jólaprófunum, -látunum, -þrifunum (sem ekki urðu eins mikil og til stóð vegna aumingjaskaps), -stressinu (yfir því að klára ekki allt sem ég ætlaði mér), og -kvíðanum (yfir prófum og stressinu og allsherjaráhyggjum sem mér tekst yfirleitt svo ágætlega að galdra fram í mesta skammdeginu). En þetta hafðist á endanum. Náði meira að segja að fara í jólaskap og njóta jólanna svo þetta reddaðist allt saman á endanum. Hef þó ekki haft mig í blogg fyrr en nú.
Jólaprófin í hljómfræðinni gengu mun betur en ég óttaðist, samt er ég ekki viss hversu vel mér gekk... ég var allavega ekki algerlega úti að aka, held meira að segja að ég hafi ekki fengið villur fyrir alla skala eins og í vor, það á samt eftir að koma í ljós. Jóladjammið með skólanum um daginn var fámennt en góðmennt, stuðið var sæmilega lengi að síga inn hjá mér og fleirum enda frekar mikil þreyta eftir vikuna, en boy oh boy hvað það svo hélst og hélst og hélst, fyrsta eftirpartý aldarinnar var fram undir morgun í miðri ruslahrúgunni sem ég kalla heimili mitt. Einstaklega skemmtilegt en óendanlega var ég þreytt um helgina líka. Ég naut jólainnkaupanna mjög vel, enda fóru leikar þannig að ég fann endalaust á mig og handa mér hið ýmsasta dót og fékk því bara fullt af jólagjöfum frá mér til mín, algjör snilld. Ég fékk síðan bók, geisladisk, litla mynd, kaffikvörn og ullarteppi í jólagjafir, og tvær voðafínar gjafakörfur aðra með allskonar dúlleríi úr Heilsuhúsinu, hin var ostakarfa með rauðvíni og gúmmolaði. Sú síðarnefnda kom nú algerlega óvænt því hún var frá vini foreldra minna sem ég söng í veislunni fyrir um daginn.
Ég er búin að vera í allskyns tölvufikti downloadaði heilu og hálfu realbókunum er búin að koma Sibeliusi vini mínum inn í Pjakk og einhverju af MP3/OGG safninu. Þetta er allt að koma þótt þráðleysið sé enn mjög óþekkt. Góðu mennirnir hjá Og Vodafone klikkuðu smá á einfaldri stillingu sem mér skilst nú að sé aðalvandamálið - ég mun hinsvegar vera í sambandi við þá á morgun og vonandi komumst við til botns í þessu öllu saman.
Ég er eins og útbarin ég er með svo marga marbletti, ég er alltaf að reka mig í allt síðast á aðfangadag þá sló ég úlnliðnum í borðhorn og er núna með kúlu á hendinni og mar sem hefur lekið voðaskemmtilega niður eftir handarbakinu mínu, ég er með 10 marbletti í kringum annað hnéð eftir að reka mig í stóla, borð, skúffuhnúða og hvað það sem helst vill verða á vegi mínum. Þetta fer að verða eins og United Colors of Benetton campaign að líta í spegil. Gaman að prófa að vera svona fjólublár, brúnn, gulur og grænn svona til tilbreytingar við bláhvíta bjarmann.
Vonandi hafið þið haft það gott og haldið því áfram um jólin!
:: geimVEIRA:: kl. 23:43:: [+] ::
...