| |
:: Þvaðurveita geimVEIRU :: Forsíða | e-mail | Skoða gestabókina | Skrifa í gestabókina | | |
:: föstudagur, desember 12, 2003 :: Ég er komin með þráðlausa sambandið upp, en samt dettur það alltaf út eftir ýmist 5, 15 eða 20 mínútna samband. Mjög pirrandi. Ég fékk upplýsingar um að það gæti verið einhvers konar timeout á netkortinu, svona powersavefídus einhver... en ég þarf að aðgæta það þegar ég kem heim. Mér tekst ennþá ekki að koma upp netsambandi milli gömlu og nýju vélarinnar, tókst það ekki með kapli um daginn (en þá var nú reyndar IP-talnabransin ekki alveg í lagi) ég verandi komin með meldingu um að þráðlausa tengingin væri komin í lag vildi náttúrulega geta komist inn á gömlu tölvuna mína á innanhússneti - var að fikta í því náttúrulega sem og öðru, en það hefur enn ekki gengið heldur.
|
|