[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Ædol Ég bara verð að tjá mig um hversu hrifin ég er af gæðum íslensku Idol keppninnar, ekki aðeins hafa þessir krakkar staðið sig alveg eins og hetjur, heldur er öll production á keppninni svoleiðis alveg langtum framar heldur meira að segja ameríska keppnin. Soundið er alveg ótrúlega gott, miklu meira lagt í útsetningarnar og ekki svona hrikalegt midi-karaoke-dæmi neitt eins og mér fannst vera í amerísku keppninni sem ég horfði á, þau fá bakraddir og alles - rosaflott. Ekki hafa verið neinir hnökrar sjáanlegir í beinu útsendingunum og bara tæknilega er það gífurlegt afrek. Krakkarnir eru algerar hetjur finnst mér, manni er farið að þykja vænt um alla bara og ég var hjartanlega sammála því að eiginlega ætti enginn að fara heim í kvöld. Uppáhaldskeppandinn minn í kvöld var Blönduóspæjan en hún hefur aldrei heillað mig sérstaklega fyrr, en núna einhvern veginn small þetta svo flott saman hjá henni. En allavega gaman að sjá að þetta er gert svona rosalega vel gert - ég greiddi einhver atkvæði svona til að vera með, ég er hrædd um að nú verði maður alveg hooked.
:: geimVEIRA:: kl. 22:25:: [+] ::
...