[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Ég er nú ekki mikið fyrir það að spá í hvaða fólk kíkir hingað inn, en forvitnin rak mig inn á teljara.is og þá sá ég að um daginn kom í heimsókn einhver af léninu siberia.is sem Einar Örn sykurmoli á, en Einar Örn á heiðurinn af því að kenna mér allrafyrstur manna á Internetið árið 1995 þar sem ég rak inn nefið á netkaffið sem hann var með, hann sýndi mér irkið, tölvupóst og vafraforrit og kenndi mér að það væri óþarfi að tvísmella á linka og fleiri hollráð og hér er maður fastur ennþá.