[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Ég er búin að vera á leið með að blogga um Max Headroom í nokkra mánuði, þar sem leikarinn sem margir vissu ekki að væri til.... ok, fyrir þau ykkur vorkjúklinga, sem ekki muna eftir "The eighties" og halda að þetta tímabil hafi bara verið ykkur til skemmtunar og tískuinnblásturs, þá var Max Headroom sjónvarpsþáttur, oft þrælsniðugur, þar sem búin var til tölvukarakter fyrsti cyberkarakterinn sem maður hafði séð þá (ca 1986), sem var svo gerfilegur en samt svo raunverulegur að það fór á sínum tíma fram umræða hvort þetta væri allt teiknað eða leikið og teiknað. Nema hvað, eins og við þessi sem munum þessa gömlu gömlu tíma, var þarna víst um að ræða leikara, sem var meikaður allhressilega en var settur inn í tölvugrafík, sagan var eitthvað á þá leið að hann var karakter sem festist inni í sjónvarpinu, eða sjónvarpið tók manninn yfir eða álíka, svo kom svona nett ádeila á sjónvarpsvæðinguna þarna inn. Þættirnir voru mjög vinsælir á sínum tíma, fékk Coca Cola m.a. Max Headroom í auglýsingaherferð.
"Have you any idea how successful censorship is on TV? Don't know the answer? Hmm. Successful. Isn't it?"
Þennan leikara hef ég hvorki séð né heyrt af í 17 ár fyrr en að ég sé hann einhvern veginn allstaðar núna allt í einu, ég átti mjög bágt með að meðtaka hann í Taken núna undanfarna mánuði, en maðurinn er náttúrulega inngreyptur í minninguna sem plast/tölvumaðurinn svo í huga manns hafði hann ekki leyfi til að eldast hvað þá vera mennskur og geta leikið önnur hlutverk, þess vegna virkaði hann aldrei sannfærandi sem persóna í Taken á mig, ég hef samt hugsað um þennan náunga nokkuð oft undanfarið, svo nú í kvöld þegar ég sá hann í Monty Python mynd (af öllum hlutum!?!?), í stuttmynd á undan Meaning of Life, varð ég nú bara að kynna mér málið, enda internetið tilvalið í svona kannanir.
Hann heitir semsagt Matt Frewer og er Kanadamaður, fæddur 1958. Þessi hefur komið ótrúlega víða við, bæði leikið í sjónvarpsmyndum, - þáttum og lesið inn á teiknimyndir, samt hef ég nákvæmlega ekkert vitað af honum í ca. 17 ár, fyrr en núna síðustu 2 - 3 mánuði. M.v. hvernig hann kom fyrir í Taken þykir mér hann nú ekkert hafa elst sérlega vel, sem enn leiðir mig að því að hann er kannski ekkert alvöru, þessi gaur, var hann bara Atari 1000 grafík eftir allt saman? Allavega lítur hann fyrir að vera mun eldri en bara 45 ára að mínu mati... kannski var það förðunarbrellurnar hjá Spielberg og co. Vona allavega að hann sé ekki lasinn blessaður.