[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Já ég er vakandi, já ég er heima, já ég er í tölvunni!
Ljótasta glamúraflausnin er að blogga á svona föstudags- eða laugardagskvöldum og upplýsa þar með og skjalfesta að maður á sér ekkert líf. Ekki það að það væru fréttir kannski í sjálfu sér.
Þessi helgi er svo kærkomin að ég kem örugglega ekki nærri því öllu fyrir sem ég ætlaði mér... og enda með að gera þá bara ekkert. Samt verð ég að muna eftir að læra heima á morgun eða hinn... ekki lenda í því sem ég lenti um daginn að muna bara eftir þessu þegar ég var að sofna daginn áður.
Matur dagsins var ekki Subway, heldur einstakt salatundur sem ég keypti í Nóatúni, þ.e.a.s. tilbúið Ceasar's salat með öllu ( dressing og brauðteningar fylgdu með salatinu allt saman í poka og æðislega ferskt), rosagott. Í anda dömustaða varð því að eyða þessari hollustu, svo desertinn var mjólk og Oreos.
Mig langar í fartölvu, ég var einmitt laus undan fartölvusýkinni á ný þegar ég lenti í að vinna í tölvu vinnufélagans, og svona til að toppa nýjutölvuveikifaraldurinn, var keypt ný tölva á vinnustaðinn líka sem ég fékk það hlutverk að koma inn og í fulla vinnslu. Ég horfi því með vanþóknun á mína tölvu þegar ég kem heim. Finnst hún ljót og leiðinleg greyið litla. Hún er nú einu sinni að verða 3ja ára! Hún fær samt enga afmælistertu og ekkert kaffi. Bara kannski nokkur cookies. Og java með.
:: geimVEIRA:: kl. 01:35:: [+] ::
...