| |
:: Þvaðurveita geimVEIRU :: Forsíða | e-mail | Skoða gestabókina | Skrifa í gestabókina | | |
:: þriðjudagur, október 28, 2003 :: Ég hef alveg ótrúlega gaman af Queer Eye for the Straight Guy. Náttúrulega dettur maður alveg inn í þetta þegar þeir taka scruffy gaura dauðans og gerbreyta í flotta gaura, en það er líka skemmtilegt að sjá hvað "fórnarlömbin" eru opinská og einlæg þrátt fyrir áreitið, gæti svosem verið leikið samt er mín tilfinning að svo sé ekki, svo skemmtilegt að sjá muninn bara í fasi mannanna, kannski ætti að siga genginu á gaurinn þarna áðan í sjónvarpinu. Hommagengið, Fab Five, er allavega alveg flottast, nettur húmor í gangi. Mikið ferlega þyrfti ég að komast í svona þátt, fæ alveg hard-on að hugsa um að einhver annar tæki til í öllu draslinu, gerði íbúðina flotta og veldi á mann föt. Queer Eye for the Straight Girl please!?!
|
|