| |
:: Þvaðurveita geimVEIRU :: Forsíða | e-mail | Skoða gestabókina | Skrifa í gestabókina | | |
:: miðvikudagur, október 15, 2003 :: Ég er loksins komin með kennarann minn aftur og gott ef röddin fylgdi ekki bara með. Ég er öll í poppinu einhvern veginn núna, reyndar með svona sæmilega djössuð lög þannig séð... í kvöld er svo samspilstími, ég skellti öllu nótnadraslinu mínu með mér, en í öllu falli sýnist mér verða mjög skemmtileg tónlist spiluð þar í vetur. Kennarinn kom með allskonar tillögur, þ.á.m. eitt lag, gamalt diskólag. Nokkuð fyndið að hann skyldi stinga upp á því, þar sem ég er undir banni við að syngja þetta lag. Verði þetta lag fyrir valinu hjá honum þarf ég að hringja í gamlan bekkjarfélaga minn úr menntaskóla og fá leyfi hjá honum, þar sem fyrir 12 árum hann tók af mér strangt loforð mitt um að ég myndi aldrei syngja þetta lag (honum fannst orginallinn svo flottur að honum fannst allur annar flutningur allra annarra algjört tilræði). Núna finnst mér svo fyndið ef ég færi að hringja í hann og herma þetta loforð upp á hann sem hann heimtaði af mér fyrir ár og öld til að fá leyfi hans til að syngja þetta, að það liggur við að ég voni að þetta lag verði fyrir valinu. Ef það verður valið skal ég hringja í hann.
|
|