[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Föstudagurinn var nokkuð spes, ég fékk company í Idoláhorf sem var ágætis tilbreyting, Idolþátturinn fannst mér reyndar ekkert sérstaklega skemmtilegur, munar greinilega miklu um að fá komment dómaranna.
Á laugardaginn fór ég út að borða fékk mér fiskrétt þrælgóðan og kíkti á Vínbarinn, þar var ágætis stemming og fínt að spjalla, en hver haldið þið að hafi ekki farið að syngja svo bara annar en uppháhald okkar allra, Geir Ólafsson.
Hann mátti eiga það að vera með dúndurband með sér, meira að segja með eins og einum hljómfræðikennara innanborðs.
Það var þó ekki nóg til að ég myndi eftir að læra heima alla helgina eins og ég hefði þurft að gera, en ég einfaldlega fattaði ekki almennilega hvað átti að gera... svo ég bara horfði á sjónvarpið, sem eins og allir vita er hin besta flóttaleið úr þegar sub_V er að flækjast fyrir manni, Six Feet Under klikkar náttúrulega ekki.
Ég er með hálsbólgu, sem stemmir þar sem ég var með alveg algerlega hreina rödd í gær.... yfirleitt gerist það ekki nema rétt áður en ég verð veik, furðulegt sko. Best að trítla niður í apótek og fá eitthvað slímlosandi til að hafa í skrifborðsskúffunni. Lítur mjög vel út, eða hitt þó heldur, að dreypa af einhverri brúnni glerflösku við og við í vinnunni. Veit ekki hvað fólk mun halda um mig, að ég sé slímlaus alkaVEIRA kannski?
:: geimVEIRA:: kl. 13:23:: [+] ::
...