[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Afmælisblogg Mér finnst það undarlegt, ég hef núna bloggað í akkúrat eitt ár núna. Þessi tilraun hefur verið mjög skemmtileg, alveg ótrúlega tilgangs- og marklaus, en samt hef ég haft lúmskt gaman af þessu. Ég trúi því enn ekki hvað þetta blogg sem var sett á stofn með því markmiði að þvaðra um allt og ekkert, sé orðið svona langlíft..... greinilegt að ég get þvaðrað mjög mjög mikið um ekkert. Það merkilegra er að einhver nenni að lesa þetta. En ég er sátt. Held ég haldi þessu jafnvel áfram eitthvað.