[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
1,2,3,5,8,13,21,34,54,88... Vááá.... þarna kom þetta loksins. Eftir að íslenski teljarinn hafði verið í rugli hjá mér í allt sumar er hann loksins kominn í lag, þökk sé ekki Modernus sem svaraði ekki einu sinni hjálparbeiðnum mínum, iss. Jæja, best að dissa þá ekkert of mikið, þetta er svo mikið frítt og svona.
Ég gerði heiðarlega tilraun í gær til þess að skella myndum af jazzhátíðinni inn í tölvuna hjá mér, til að setja upp hér, en tölva dauðans vill ekki kjafta frá hvar usb portin eru við myndavélaforritið svo ekkert gekk.
Tölvufyrirtæki sem þurfa desperately að gefa tölvur í kynningarskyni mega alveg athuga að gefa mér svoleiðis, ég skal alveg tala fallega um góða skemmtilega, öfluga og flotta fartölvu fyrir ykkur sko, ekki málið.
:: geimVEIRA:: kl. 08:28:: [+] ::
...