[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
1. október loksins kominn. Alltaf gaman þegar Alþingi er sett, en ég er svo hrifin af því hvað það hefur yngst upp núna, hellingur af glænýju fólki að koma inn. Hlýtur að hressa þetta upp allt saman.
Ég verð að þakka bloggara dauðans fyrir að hressa mig upp í gær, en hann er með allra skemmtilegustu bloggurum að mínu mati. Tvær tilvitnanir í Blogg dauðans frá því í gær:
"3. Gaman er að heyra fólk fagna því að bróðir minn er kominn með skegg svo að hægt sé að þekkja okkur í sundur. Ég er einmitt glaður að geta litið í spegil og vitað loksins hver ég er. "
"5. Elsti karlmaður heimsins er látinn. Eins og venjulega þýddu einhverjir íslenskir fjölmiðlar það sem „elsti maður í heimi“. Líklega vegna þess að þar vinna fábjánar. Hér er annars mynd af kalli. Hressilegur?"
Ég er svo hjartanlega sammála honum þarna það fer óendanlega mikið í taugarnar á mér þegar fólk notar orðið "maður" yfir karlmann. Því hvað er ég þá? Ég er ekki maður, svo ég er bara veira þá, hrmmphfpfh!
Ég er svo mikill stafsetningarnasisti að í skólanum á mánudaginn gat ég ekki lesið kennsluefnið, ég sá bara ekkert nema stafsetningarvillurnar og fékk alveg bara pirringshnút yfir þesssu. Mér finnst svo ótrúlegt hvað fólk getur verið lélegt í stafsetningu. Ég á líka mjög bágt með að meðtaka fólk að öðru leyti, viti ég að það er algerlega vonlaust í stafsetningu, sem er ljótt en mjög satt (ENTJ factorinn kannski). Ég á deiti: "Já og vinsamlegast skrifaðu fyrir mig stutta ritgerð snöggvast!" (verður að gera þetta á staðnum, gengur ekki að láta einhvern með Púkaforrit gabba sig neitt).
Mig langar í hund. Mig langar í einbýlishús. Mig langar í nýja tölvu. Mig langar í nýjan heyrnarlausan nágranna.
Oh, helvítis.... þarf að fara í vinnuna. Ég svaf í heila 5 tíma. Eða reyndar tæpa.
Svefn er fyrir aumingja.
:: geimVEIRA:: kl. 08:33:: [+] ::
...