[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Jæja, þá er maður officially búinn í sumarfríi... þetta var ljúft meðan á því stóð, hefði sko alveg getað hugsað mér að vera helmingi lengur engu að síður.
Ég er allavega kominn með lit, sjáið þið... ekki mikinn, enda fór ég svo varlega, SPF 30 í fésið sko - besta hrukkuvörnin að passa upp á það, svona fyrst maður er svona vitlaus að sækja í að sleikja sólina.
Ég er næstum búin að þvo allan þvott eftir ferðina, en nenni núna barasta engu. Nenni ekki að taka til, nenni ekki að fara að sofa, nenni ekki að blogga... eða já ok, svona næstum því.
Ég er farin að hlakka til skólans bara... reyndi reyndar að æfa mig áðan - blah... ekki hljómaði þetta nú vel, ég sem er búin að hvíla mig algerlega frá þessu gauli... well maður er bara dottinn úr þjálfun I guess.
Ég á bara ekki orð meir - góða nótt!
:: geimVEIRA:: kl. 22:44:: [+] ::
...