[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Hasar dagsins: Jarðskjálftar, ég fann bara annan reyndar ansi snarpan, brá ekkert smá. Síðan sá ég fólk vera að tala um Rás 2 á netinu og stillti yfir á það, þá var þessi líka viðbjóðslega gerfirólega karlmannsrödd að þylja einhverja panikk-handbók frá Alkmannavörnum. "Yfirgefið hús ef þið metið það ótryggt... munið að bíllinn er oft fyrsta upphitaða skjólið.... varið ykkur á glerbrotum..... farið undir borð ... forðist elda" eða álíka ..... það er ég handviss um að þessi skilaboð (sem allir náttúrulega vita hvers vegna RÚV er núna með - eftir að lýsa bara boltaleik þegar stóri skjálftinn varð 17.06.2003) valda meiri ótta en þau eiga að eyða, því fólk sem kom inn í þetta, en var fjarri skjálfanum hlýtur að hafa álitið ágætlega líklegt að nú væru bara þúsundir manna sökkvandi ofan í jarðkviku einhvers staðar. Þetta var bara svona hressilegt högg með smá skjálfta og kirsuberi. Annar mun hafa verið 4,1 og hinn 4,9 .... eða eins og Unnar sagði: "Annar féll og hinn náði".
Gaman að þessu.
:: geimVEIRA:: kl. 02:30:: [+] ::
...