[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Ég varð að koma frá mér jazzhátíðar-dagbókinni svona sæmilega, en það var margt sniðugt sem ég hef ekkert bloggað um náttúrulega annað. Hér koma bara svona örminningakorn:
Það var framið hryðjuverk í Nice þegar við vorum þar, sprengd upp ríkisskrifstofa, skatt- og tollskrifstofa og var mjög hörð öryggisgæsla við innganginn á Jazzhátíðina, leitað í öllum töskum og þess háttar. Svo það voru langar raðir, en þó gekk þetta mjög hratt. Þegar maður kom að langri röðinni voru starfsmenn sem byrjuðu á því að tryggja að fólk sem færi í öryggistékkið væri með gilda miða, þar sem við biðum þar í röðinni kom starfsmaður hátíðarinnar, gekk á röðina og sagði við alla: "Brosið þið!" brosti og labbaði á næsta og sagði það sama. Krúttlegt.
Ég keypti mér bol með tákni jazzhátíðarinnar, mjög töff mynd af Satchmo að syngja, ég fór síðan daginn eftir í þeim bol niðrí bæ enda ætlaði maður að enda síðan upp á jazzhátíð um kvöldið. Þegar ég kom út úr búð og var í mannþröng þar, var hins vegar maður út undan mér sem svona hálfgargaði eitthvað á mig svona rámri röddu ég hélt fyrst að þetta væri kannski bara róni eða eitthvað, mamma fékk sjokk því hún hélt að einhver ætlaði að abbast upp á mig, en svo fór ég að skellihlæja þegar ég heyrði betur í gaurnum. Þá hafði hann bara rokið á mig og brotist út í söng (ekki gargaði eins og ég hélt fyrst) þá náði hann Lois Armstrong svona svakavel og söng "When the saints go marchin' in" með algjörri Lois rödd, á bolinn. Hilarious shit!!!
Ég hafði mig upp í að kaupa mér Sjálfstætt fólk Laxness og lesa í sólbaði, (hafði aldrei lesið gripinn), eftir að hafa það að vera ca hálfnuð með bókina, rak ég augun í við lok söguhlutans, að hann var skrifaður að hluta einmitt í Nice. Gaman að því.
Loftkæling í öðru herberginu í íbúðinni bilaði og kom þá húsvörður hótelsins sem maður var oft búinn að sjá í lyftunni, hann er svona oggopínkulítill Frakki. Þetta var hinn ekta "stutti Frakki" því hann er ca 145-150 cm samt ekki dvergur eða neitt, alveg í réttum hlutföllum og allt, bara svona óttalega stuttur (fullt af svona lágu fólki þarna, ég með mína 1,60m var oft bara hávaxin vúhú). Svo fór hann fram á gang, náði í ruslafötu þaðan sem var ca 90 cm og stóð á henni til að ná upp. Súperkrúttlegt.
Daginn eftir Roots tónleikana var hluti af bandinu bara á jazzhátíð við hliðina á mér að borða pylsu, einn var að gefa japanskri stelpu eiginhandaráritun á öxlina.
Ég lenti í svona lygilegri viðreynslu bara úti á götu labbandi. Einhver gaur vatt sér upp að mér, ég náttúrulega bara rosalega köld bara ekkert að kaupa þvaðrið í honum, en hann talaði eiginlega enga ensku, gat þó sagt að hann væri Ítali sem væri nýfluttur til Frakklands og blabla... ég bara strunsaði áfram, vissi ekkert hvort þetta væri nutter eða hvað, svo vildi hann bjóða mér upp á drykk ég afþakkaði það, þá vildi hann bjóða mér símanúmerið sitt, sem ég bara afþakkaði líka og labbaði áfram og keypti mér skó. (these boots are made for walkin'...) - þetta var svona púkó eins og í bíó - ég hef ekki lent í þessu fyrr allavega, sem er náttúrulega stórfurðulegt, svona fjallmyndarleg sem ég er Bwhahah!