[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Ég fór á Bruce Almighty áðan í bíó með Bulld0zer. Ég var ótrúlega ánægð með þessa mynd. Ég hafði ekkert séð úr henni að ráði (lagði mig fram um að sjá ekki "trailera" eins og ég geri vanalega) og verð að segja að þetta var með fyndnari myndum sem ég hef séð í nokkur ár held ég bara. Jim Carey var náttúrulega alveg í essinu sínu og Morgan Freeman er alveg "right up there" með Alanis Morrissette í Dogma sem besta ásjóna Guðs í bíó ever. Mæli með þessari mynd.
Ég gerði nákvæmlega ekkert af því sem liggur á mér að gera, ég er með móral yfir nákvæmlega öllu. Sameignin sem ég átti að taka í gær eiginlega bíður ennþá - ég er enn ekki búin að þvo þvottinn, þrífa og blablabla. Það er eitthvað framtaksleysi að síga í mig. Það og eitthvað hálsbólguskrípi og hiti held ég. Allavega í kvöld þegar ég var að borða þoldi ég ekki að drekka kalt vatnsglas með - mér varð svo rosalega kalt, held bara að ég sé með hita. Fékk mér kaffi og allt en um leið og það var búið varð ég að fara í úlpuna svo ég frysi ekki. Hey já og mér tókst á snilldarlegan hátt að reka úlpuna mína í pinkulitla gosglasið, sem ég var svo þyrst að ég keypti mér á 200 kall í bíóinu, úff, þegar ég settist en fattaði það ekki fyrr en ég fann að buxurnar mínar voru að vökna, þá sá ég að glasið var á hliðinni einhvern veginn í glasahaldaranum á bíósætinu og það lak úr því á sætið mitt. Til þess að laga þetta færði ég nú til úlpuna og lagaði glasið, en þegar ég var búin að því og ætlaði að setjast uppgötvaði ég að glasið hafði hreint ekki verið á því að sitja í þessum haldara og það féll í gólfið með látum og gosið út um ALLT. Ég varð að skipta um sæti og ekkert gos fyrir geimVEIRU. Það var gott að fá sér vatn þegar ég kom heim, enda ótrúlegt hvað popp og kók gengisfellur þegar diet-kókið vantar.
:: geimVEIRA:: kl. 00:40:: [+] ::
...