[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Ég er eins og fleiri ósköp löt við að blogga þessa dagana. Ástæðan er þó í raun ekki bloggleti heldur lífsleiði - ég geri ekkert og fer ekkert, hitti engan og lendi ekki í neinu athyglisverðu þessa dagana, svo tilhugsunin að blogga um það er bara of niðurdrepandi.
Það markverðasta sem ég hef gert undanfarið er að ég bónaði bílinn minn, svo hann er glansandi og fínn, eða var það allavega í hálfan dag þar til fór að rigna, samt gott að vera búin að þessu.
Ég er rosalega sátt við Davíð og co núna, glæsilegur árangur!!! Ég verð að segja það að mér leist hreint ekki á að missa þessar oggolitlu varnir sem þó eru, af landinu fyrir haustið. Svona er það bara - ég er mjög ósammála herstöðvarandstæðingum og hananú, ég vil ekki sjá Nato burt. Ég vil alveg sjá Bush burt úr Hvíta húsinu, en það er víst ekki á okkar valdi, svo það þýðir lítið að hugsa um það.
Jæja, best að kíkja á Friends.
:: geimVEIRA:: kl. 19:40:: [+] ::
...