:: Þvaðurveita geimVEIRU ::

Fyrsta tölva geimVEIRU - Sinclair ZX Spectrum 48K
Þvaðurveita Reykjavíkur og nágrennis
- Þ R O N -
:: Þvaðurveita geimVEIRU :: Forsíða | e-mail | Skoða gestabókina | Skrifa í gestabókina |
[::..Andlega óvanheila veðrabeibið..::]
Hin stelpan varð úti - enda allt of heimsk til að mega vera hérna, þessi er með viti.
[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs samþykkis höfundar...::]
[::..Gamalt þvaður..::]
október 2002 nóvember 2002 desember 2002 janúar 2003 febrúar 2003 mars 2003 apríl 2003 maí 2003 júní 2003 júlí 2003 ágúst 2003 september 2003 október 2003 nóvember 2003 desember 2003 janúar 2004 febrúar 2004 mars 2004 apríl 2004 maí 2004 júní 2004 júlí 2004 ágúst 2004 september 2004 október 2004 nóvember 2004 desember 2004 janúar 2005 febrúar 2005 mars 2005 apríl 2005 maí 2005 júní 2005 júlí 2005 ágúst 2005 september 2005 október 2005 nóvember 2005 desember 2005 janúar 2006 febrúar 2006 mars 2006 apríl 2006 maí 2006 júní 2006 júlí 2006 ágúst 2006 september 2006 október 2006 nóvember 2006 desember 2006 janúar 2007 febrúar 2007 mars 2007 júlí 2007 ágúst 2007 október 2007 nóvember 2007 janúar 2008 febrúar 2008 mars 2008 apríl 2008 maí 2008 júní 2008 júlí 2008 október 2008 desember 2008 nóvember 2010
[::..Tempus fugit..::]
[::..Blogg gæðafólks sem ég hef hitt..::]
:: Bulld0zer::
:: ErlaROKK::
:: Sandkastalinn::
:: Skonrokk::
:: Hafdís::
:: Kjartan::
:: Señor Diaz::
:: Stína::
:: María::
:: Sigginn::
:: Erna og Murder the Exterminator::
:: Atli::
:: Steini::
:: Snerillinn::
[:: geimVEIRA í Southpark ::]
[::..Þétt tónlistardýr..::]
:: Jóel Pálsson::
:: Tómas R. Einarsson::
[::..Frábær lög vina og kunningja..::]
:: You Turn
:: Gengið á gufununum
[::..Annað tengt tónlist..::]
:: Berklastofnunin::
:: DiSK hjá Digidesign::
:: Múlinn::
:: Taktmælir::
:: Netverslun audioMIDI.com::
:: Pandora::
:: Nokkur lög með hljómum::
:: Slatti af lögum á midi::
:: Samplsaga::
:: Trompetsólóasíða::
:: Sheetmusic Direct::
:: Netverslun Music123.com::
:: Nótnapapprsblöð::
:: Real bækur::
[::..Skemmtileg blogg fólks sem ég þekki ekki..::]
:: Richard Melville Hall::
:: Katrin.is M.Sc.::
:: D.Þ.J.::
:: Þórdís Nadia::
:: Dr. Gunni::
:: Trigger XLII::
:: Hvað hugsar Albert?::
:: Bedda::
:: Frábæri ljósmyndarinn::
:: Unnur::
:: Sverrir::
:: Elsa::
:: tóta með litlum staf::
[::..Ýmsar ágætar síður..::]
:: Mogginn á netinu::
:: VCD leiðbeiningar::
:: Afbollunarvefur::
:: Íslensk orðabók::
:: Gargandi snilld::
:: Vírusalistar::
:: NASA::
:: Π::
:: Vírusa- og glufuleit::
:: geimSKONSUR::
:: Persónuleikapróf::
:: RSS fréttaþjónusta mola.is::
:: Nafnlausar játningar::
[::..Hringavitleysa..::]
Vefhringur
< ? iCeBloG # >

:: sunnudagur, ágúst 03, 2003 ::

Fjórða kvöldið: Lisa Ekdahl
Ég hlakkaði til að heyra í flestum söngkonunum þetta kvöld, sem var svona kvennakvöld, en þetta var alveg ótrúlega lítið spennandi. Kvöldið byrjaði á Beth Gibbons (sem var í Portishead - en ég hef aldrei fílað sérstaklega) og hún var enn við sama væluheygarðshornið og var engan veginn að snerta mig, öll lögin svona agalega róleg með agalegum meiningum og væli. Svo heyrði ég í konu sem kallar sig Noa, en er svo vinsæl (án þess að ég vissi það) að maður gat ekkert séð því það var gersamlega fullt alveg, en hún var með svona bara mellow tónlist, alls ekki jazz samt. Svo labbaði maður að kíkja á Bebel Gilberto, og viti menn! Enn ein tístpían, ég átti von á svona einhverju dúndri kannski frá allavega einhverjum, en hún bara svona trallaði voðalega lágt við voðasætan bossanovatakt og heillaði mig nákvæmlega ekkert. Svo var það aðalnúmerið, Lisa Ekdal. Ég fékk sæti, sem var ótrúlegt eftir að geta ekki einu sinni séð á sviðið þegar þessi Noa var uppi. Ég rétt náði bara í lokalag líklega hressustu söngkonunnar, N'Dambi, sem var bakrödd hjá Erykuh Badu víst... það sem ég náði í hljómaði ágætt alveg.
Lisa blessunin getur alveg sungið. Hún tók standarda eingöngu, en söng þá síðan alla bara svona slétt og fellt og voða sætt, hreyfði sig ekki bofs, hún var með nær eingöngu róleg lög, enginn skattur ekkert nýtt, hún söng þau öll eins og Marilyn Monroe þegar hún var 12 ára, og var farin að fara rosalega í taugarnar á mér undir lokin, þegar ég tók eftir að hún var alltaf með svona eiginlega eins og fimleikastelpurnar gera í lok æfinga, ákveðna hreyfingu alveg sjúklega tilgerðarlega, í lokatóni hvers lags (þessi stelpa var of hvít fyrir mig) ég fann enga einlægni og var mjög hissa, því ég hef heyrt að margir fíli hana mjög vel. En jú ok, þetta var alveg skammlaust - tæknilega fullkomið - en vantaði bara sálina í þetta. Ég var ótrúlega spæld með þetta kvöld. Eftir stuðið daginn áður, langaði mann sko að sjá hvaða dúndur kynsysturnar kæmu með, þá var þetta bara vögguljóð ofan í vælulög ofan í litla sæta áhættulausa standardaflutninga. Þetta var eina kvöldið sem maður fór heim áður en showið var búið.

Fimmta kvöldið: Chic
Við mættum frekar seint þetta kvöld, svo ég missti af Robert Plant (æi mér var alveg sama samt), svo tékkaði maður á Richie Havens (gamall Woodstock-dúd) hann var ósköp rólegur, og eftir rólegheitin kvöldið áður hafði ég enga þolinmæði í svoleiðis og var því spennt að sjá gömlu diskóboltana í Chic. Þeir sviku ekki og komu með gömlu lögin og trylltu liðið, allir sungu með Freak OUT! Dáldið fyndið að heyra Frakkana kyrja "Le Freak, c'est chic! FREAK OUT!" Maður skemmti sér konunglega, mjög flott band bara, engin ellimerki og rosagaman að heyra live öll þessi gömlu diskólög þeirra.

Sjötta kvöldið: Kool & the Gang
Þar sem maður fór á ströndina fyrr um daginn og var nokkuð slæptur eftir það var ákveðið að stefna bara á að sjá Kool & the Gang og láta duga að þurfa að standa þar lengi lengi, því mætti maður frekar seint (kannski of, því ég missti af einu númeri sem ég ætlaði mér að tékka á: Roy Hargrove... en hvað um það). Þetta band var alveg svakalegt. Þeir voru með rosalega flott show bara og tóku öll gömlu lögin, allir sungu með og dönsuðu, það var alveg frábært að heyra lög eins og Celebration, Jungle Boogie og Ladies Night alveg á blastinu með hellingsbrass og læti - og allir syngjandi með var rosalega gaman, þeir hafa greinilega engu gleymt (segi ég sem hélt að þessi hljómsveit væri löngu hætt). Svakalegt fjör og mikil stemming.

Sjöunda kvöldið langþráða: Jamiroquai
Það varð algjör sprenging í fólksfjölda þetta kvöld, samsetningin breyttist rosalega og það varð allt fullt alveg af ungu fólki og unglingum. Það var mjög mikill troðningur, ekki bætti úr skák að tónleikarnir byrjuðu 30 mín FYRIR auglýstan tíma, svo allt í einu þusti fólkið alveg að, svo ég var í geðveikum vonbrigðum hoppandi, standandi á tám og að kafna í troðningi fyrsta hálftímann og naut því alls ekki fyrri hluta tónleikanna, enda var ekki jafnmikill svona live fílíngur þar sem maður heyrði ekki eins mikið og var t.d. á Kool tónleikunum (líklega einfaldlega vegna fólksfjölda, það voru ca. helmingi fleiri á þessum tónleikum), Jammi var samt í dúndurstuði - bara spæling hjá mér að ná svo ekki einu sinni að sjá hvort þetta væri karlinn sjálfur eða bara einhver horgemlingur með hatt. Síðan náði ég að færa mig og gat, ef ég stóð á tám (sem ég svo gerði allt kvöldið), séð þar sem ég stóð á trjárótum. Þá sá ég líka að þetta var alveg Jammi vinur minn. Þetta var náttúrulega magnað að heyra öll þessi gömlu uppáhaldslög live, maður fékk líka að vita hvers vegna showið byrjaði svona snemma, þá ætluðu þeir að láta liðið fá almennilegt fullt show og ekkert kjaftæði (númerin voru auglýst að þau yrðu allavega klukkutíma, en voru yfirleitt 1,5 tími) þetta var því 2,5 tíma show með engu hléi, og Jay Kay var á fullu hlaupandi dansandi og hoppandi allan tímann (ekki furða að hann sé horaður- úff). Það rættist því stórvel úr þessu öllu saman. Jay Kay fær 10 fyrir flottar improviseringar og úthald, Jamiroquai er band sem ég vona að ég fái að sjá aftur (og betur).

Það varð samkomulag um að skrópa síðasta daginn á jazzhátíðina, enda allir lappalausir eftir troðningin, ballettástöðurnar og hitann og svitann. Ég hafði hugsað mér að kíkja í búðir, kannski finna á mig bol og jafnvel skó, en strigaskór sem ég hef látið duga sem hversdagsskó gáfu sig alveg í öllu labbinu og langtímastöðunum á jazzhátíðinni. En úr varð einn svaðalegasti verslunardagur sem ég hef bara lent í. Ég byrjaði á því að detta inn í útsölu og finna bara á mig þessa fínu boli og meira að segja TVÆR peysur fyrir veturinn, sokka og belti jú líka. Bara læti í mér. Síðan af því að ég hafði séð einhverja svona svarta plain skó frá Timberland í íþróttabúð, sem voru ok en ekkert æði svo ég nennti ekki að máta, langaði mig að tékka hvort til væri eitthvað svipað þar, þá hafði pabbi séð Timberland búð á öðrum stað, svo þangað var haldið. Þar fann mín bara á sig þessa flottu hversdagsskó. Mamma tvær peysur og boli og allskonar. Þar sem ég sat og beið eftir mömmu fór ég alltaf að horfa meira og meira á úlpu sem mér fannst svo geimveiruleg, og endaði með að máta hana. Þá bara smellpassaði hún, ég gat meira að segja mátað utanyfir vetrarpeysu, því ég var með svoleiðis í poka. Þarna var ég síðan alsæl inni í loftkældri Timberlandbúð á 32°c heitum sumardegi í Nice, í vetrarpeysu, gönguskóm og fóðraðri úlpu með hettu. Ég féll alveg fyrir henni og endaði með að versla hana líka. Ég í fjórða skiptið sem ég fór í Nice - eftir að hafa ALDREI getað fundið á mig föt þar, ekki einu sinni boli svo vel væri - fataði mig upp fyrir veturinn á frönsku Rívíerunni - bwhahahha. Það var ekki eins fyndið þegar ég síðan var að pakka fyrir heimferðina um nóttina, því þar sem ég hafði 3 áður komið til Nice og vissi að þar væri aldrei hægt að versla nein föt hafði ég bara fyllt töskuna mína af fötum (þar sem það er svo ferlega dýrt að þvo þarna ætlaði ég að vera bara með öll föt sem ég þyrfti). Þetta reddaðist sem betur fer. Lentum samt í yfirvikt. En ég gleymdi nefninlega að minnast á tvenn önnur skópör og snyrtivörur sem náttúrulega hresstu mikið upp á þyngdina. Þetta hafðist samt allt - allar töskur skiluðu sér og svona. Fínn túr - ég er meira að segja brún!

:: geimVEIRA:: kl. 02:19:: [+] ::
...

This 

page is powered by Blogger. Isn't yours?