[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Þessi ágústmánuður líður alltaf svo hratt eitthvað, ég trúi því ekki að hann sé að verða búinn. Ekki það að mér hafi ekki leiðst eða þannig, bara þótt maður hafi ekkert verið að gera þá samt þaut hann hjá. Ég keypti mér svona kort í líkamsrækarstöð á fimmtudaginn, nú á enn og aftur að "gera eitthvað". Það var mjög fínt, ég mætti í fyrradag og í gær, ákvað að vera heima samt í dag svona, byrja ekki of harkalega.
Ég rakst á alveg snilldarlega síðu, þar sem hægt er að kaupa nótur yfir netið og downloada bara, svo ég sótti bæði Protection og Teardrop með Massive Attack. Ég var alveg að gera rétta hluti með að pikka Teardrop upp, en æðislegt að fá nóturnar bara svona complett svo ég bara æfði þetta í þaula, er að spá mikið í hvaða lagi ég eigi að splæsa á mig næst.
Ég ætlaði að vera á fullu í einhverjum þrifum og myndarlegheitum í dag, en hef bara verið í einhverju netkasti, kannski ekki skrýtið þar sem ég hef bara mest lítið notað mína tölvumaskínu undanfarið, er fúl út í gripinn. Ætlaði að skella meira minni í hana til að hressa hana við, en hún strækaði alveg á allar svoleiðis æfingar svo það er orðið ljóst að hún verður aldrei betri en hún er núna, sem er skítt. Megaskítt.
:: geimVEIRA:: kl. 16:46:: [+] ::
...