:: Þvaðurveita geimVEIRU ::

Fyrsta tölva geimVEIRU - Sinclair ZX Spectrum 48K
Þvaðurveita Reykjavíkur og nágrennis
- Þ R O N -
:: Þvaðurveita geimVEIRU :: Forsíða | e-mail | Skoða gestabókina | Skrifa í gestabókina |
[::..Andlega óvanheila veðrabeibið..::]
Hin stelpan varð úti - enda allt of heimsk til að mega vera hérna, þessi er með viti.
[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs samþykkis höfundar...::]
[::..Gamalt þvaður..::]
október 2002 nóvember 2002 desember 2002 janúar 2003 febrúar 2003 mars 2003 apríl 2003 maí 2003 júní 2003 júlí 2003 ágúst 2003 september 2003 október 2003 nóvember 2003 desember 2003 janúar 2004 febrúar 2004 mars 2004 apríl 2004 maí 2004 júní 2004 júlí 2004 ágúst 2004 september 2004 október 2004 nóvember 2004 desember 2004 janúar 2005 febrúar 2005 mars 2005 apríl 2005 maí 2005 júní 2005 júlí 2005 ágúst 2005 september 2005 október 2005 nóvember 2005 desember 2005 janúar 2006 febrúar 2006 mars 2006 apríl 2006 maí 2006 júní 2006 júlí 2006 ágúst 2006 september 2006 október 2006 nóvember 2006 desember 2006 janúar 2007 febrúar 2007 mars 2007 júlí 2007 ágúst 2007 október 2007 nóvember 2007 janúar 2008 febrúar 2008 mars 2008 apríl 2008 maí 2008 júní 2008 júlí 2008 október 2008 desember 2008 nóvember 2010
[::..Tempus fugit..::]
[::..Blogg gæðafólks sem ég hef hitt..::]
:: Bulld0zer::
:: ErlaROKK::
:: Sandkastalinn::
:: Skonrokk::
:: Hafdís::
:: Kjartan::
:: Señor Diaz::
:: Stína::
:: María::
:: Sigginn::
:: Erna og Murder the Exterminator::
:: Atli::
:: Steini::
:: Snerillinn::
[:: geimVEIRA í Southpark ::]
[::..Þétt tónlistardýr..::]
:: Jóel Pálsson::
:: Tómas R. Einarsson::
[::..Frábær lög vina og kunningja..::]
:: You Turn
:: Gengið á gufununum
[::..Annað tengt tónlist..::]
:: Berklastofnunin::
:: DiSK hjá Digidesign::
:: Múlinn::
:: Taktmælir::
:: Netverslun audioMIDI.com::
:: Pandora::
:: Nokkur lög með hljómum::
:: Slatti af lögum á midi::
:: Samplsaga::
:: Trompetsólóasíða::
:: Sheetmusic Direct::
:: Netverslun Music123.com::
:: Nótnapapprsblöð::
:: Real bækur::
[::..Skemmtileg blogg fólks sem ég þekki ekki..::]
:: Richard Melville Hall::
:: Katrin.is M.Sc.::
:: D.Þ.J.::
:: Þórdís Nadia::
:: Dr. Gunni::
:: Trigger XLII::
:: Hvað hugsar Albert?::
:: Bedda::
:: Frábæri ljósmyndarinn::
:: Unnur::
:: Sverrir::
:: Elsa::
:: tóta með litlum staf::
[::..Ýmsar ágætar síður..::]
:: Mogginn á netinu::
:: VCD leiðbeiningar::
:: Afbollunarvefur::
:: Íslensk orðabók::
:: Gargandi snilld::
:: Vírusalistar::
:: NASA::
:: Π::
:: Vírusa- og glufuleit::
:: geimSKONSUR::
:: Persónuleikapróf::
:: RSS fréttaþjónusta mola.is::
:: Nafnlausar játningar::
[::..Hringavitleysa..::]
Vefhringur
< ? iCeBloG # >

:: miðvikudagur, júlí 16, 2003 ::

Jæja loksins kemst maður í tölvumaskínu!
Frakkland er þvílíkt að rúla núna, þetta hefur verið hinn bestasti túr svona yfirleitt... hér kemur smá ferðasaga:

Flugið út til Stansted var bara hið bestasta, ég mæli hiklaust með Iceland Express fínt flug góð þjónusta um borð, við fengum töskurnar reyndar frekar seint, en það kom afsökunarbeiðni í hátalarakerfið á flugvellinum, en allt draslið hafði þá verið sent áfram í einhverja frakt, svo allir biðu í hálftíma - 40 mín. en það var bara rugl hjá Stansted liðinu. Bed&Breakfastið var alveg SÚPER! Konan skutlaði okkur meira að segja á sínum fjallabíl á pöbbinn þar sem við fengum að borða, ekta enskan mat. Ég fékk mér fish&chips og mamma einhverja bökudrullu, þrælgóða. Svo sótti sko konan okkur aftur, og við sváfum í fínum rúmum og fengum brill morgunmat þarna og taxinn sem konan sá um að panta kom tímanlega und alles, og við af stað til Frans.
Flugið með Easy Jet var líka bara alveg brill og vorum við öll sammála um að plássið í þessum sparnaðarsparnaðarvélum væri meira en í Icelandair vélunum, við vorum í 737 -300 báðar leiðirnar, þjónustan mjög fín bara og allt hið besta. Síðan loksins kom maður til Nice - og þá byrjaði ballið.
Allir fengu sínar töskur nema geimVEIRA.
Eftir því sem mínúturnar liðu og bandið gekk hring eftir hring, með tvær töskur sem hvorug var mín, jókst stressið, í huganum fór maður að telja saman verðmæti innihaldsins og uppgötva að það væri nær 300 þúsundum en 100 þús. kallinum sem maður var að circa á fyrstu mínúturnar. Svo var þrautagangan gengin í "Lost Baggage Bureau" og reynt að lýsa töskuræksinu eftir bestu getu, aldrei þessu vant var ekki strikamerki á litla baggagemiðanum sem fylgdi farmiðanum eins og á töskunni til að stemma af og leist mér ekki vel á, reyndar var þarna númer sem greinilega var notast við. Smá vonarglætu fékk maður þegar sagt var að annað flug yrði til Nice þá um kvöldið. Eftir 1,5 tíma bið og skýrsluútfyllingar og samtal við aumingjans konu sem vann við svona tölvu frá 1987 með svörtum skjá og grænum stöfum, fórum við á hótelið, og fengum við þá að vita að íbúðin sem við vorum í fyrir 2 árum var upptekin, en við fengjum samt íbúð á sömu hæð, síðan þurfti að borga, og kom þá bömmer nr. 2. Gull-Vildar-Visa kortið, með heimildinni upp á 750 þús kall eða meira sýndi bara höfnun.... ég ekki sátt, hringdi í VISA og skammaði þá, reyndar var þá búið að skipta hótelkostnaðnum á 2 kort í staðinn, en niðurlægingin var orðin, svona akkúrat vesenið sem maður er að borga gullkortsárgjöldin til þess að losna við - glataður skítur - og minn ekki með húmor fyrir svona þegar taskan var týnd und alles. Visakarlinn sagði augnablik og síðan: Jú ok, prófið þið bara núna, þetta var einhver tæknivilla, og ég dragfúl alveg: Neverbloodymind u fuul.....
Þegar í íbúðina var svo komið, kom í ljós að hún var enn stærri en sú sem við báðum um og bara yfirhöfuð flottari, svo þetta var allt að skríða saman, nema að geimVEIRAN var farin að sjá að gamla ráðið með að setja aldrei snyrtivörur nema í hand-luggage, og að vera feitur og fá hvergi á sig föt allrasíst í Frakklandi var farið að stressa verulega litlu veiruna.... svo var ekki annað en að fylgjast vel með og fara síðan út að borða, þegar ljóst var að Frakkarnir ætluðu bara að koma með töskuna ef hún fyndist, annars ekki.
Þegar VEIRAN með bömmerinn var búin að borða og komin heim, hringdu svo blessaðir töskuflutningamennirnir, og sögðust eiga handa mér tösku, hvort ég yrði heima, sem ég hélt nú aldeilis, svo fékk ég blessaðan hnullunginn með öllu innanborðs og var sátt og glöð.
Á föstudaginn var síðan bara legið í sólinni, farið út að borða um kvöldið á göngugötunni og drukkið í sig fjörið, á laugardaginn, borðuðum við hádegismat úti á svölum í sólinni, osta og rauðvín bien sûr.... jú og baguette líka náttúrulega....
Á sunnudaginn smá verslunarferð og sjávarréttarestaurant, allt mjög franskt. En þann 14. var megastuð enda Bastilludagurinn. Útitónleikar og læti. Í gær fékk ég síðan geðveikt leðurveski á útsölu akkúrat eins og mig vantaði og hef leitað að í 2 ár! - jibbíí.....!
Ég sá svo í flugvélinni frá London og til Nice upplýsingar sem voru nú alveg óþarfi......
ég sem á ekki bót fyrir rassgatið á mér og er tónlistardýr, sá að bloody Massive Attack verða í Cannes 21. júlí n.k. og mig langar svoooooooooooooooooooooooooooooooo!!!!!!!!!!!!!!
Ég veit ekki hvernig þetta fer, en allar líkur eru á að ég komist ekki, en ef ekki legg ég álög á þá að koma til Reykjavíkur á Icelandairwaves... en samt, langar mig geðveikt! Ég veit að ég er að fara á Jazzhátíð Nice og allt það.... bara - goddamn! Massive Attack y'all!

Ég sit á netcafé og er búin að kenna Ameríkana, Þjóðverja, og tveimur Japönum að gera @ merkið af því að frönsk lyklaborð eru fucked up! Það þarf að gera caps til að fá venjulegan punkt og tölustafi 'n shit. Iss. Ég bara skellti inn íslensku kerfi á þessa tölvu - greyið kúnninn á eftir mér! Whahahhahaha
Jæja, nú er ég farin aftur út í hitann - það er örugglega 29°C hérna núna.... en smá vindur og mjög ljúft.
Au revoir!

:: geimVEIRA:: kl. 20:24:: [+] ::
...

This 

page is powered by Blogger. Isn't yours?