[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Jæja, ég er komin langleiðina með að pakka, verð að fara að sofa núna samt. Sem betur fer er ekki flogið snemma morguns, ég þarf samt að vakna þokkalega snemma í fyrramálið og klára þetta smálega sem svo mikinn tíma tekur alltaf. Strauja skyrtuna sem ég gleymdi að strauja og allt það bögg.
Það er skítkalt orðið og ég er bara þokkalega sátt að yfirgefa pleisið á morgun. Planið er að fá sér kidney pie 'n lager eða álíka óbjóð upp á djókið af því að annaðkvöld verður maður í Englandi, síðan er það sólin í Frakklandi á fimmtudaginn kemur, já eða öllu heldur þrumuveðrið (það er spáð rigningu og þrumuveðri seinnihluta fimmtudagsins). Í það minnsta tek ég með regnhlíf... öruggasta leið ferðamannsins til að hafa sól. Virkar yfirleitt hjá mér allavega.
En nú er best að kúra, langur dagur framundan á morgun.
Ég sé til hvort ég nái nú ekki að blogga smá að utan. Ef ekki verðið þið að lofa að hafa það gott og hugsa bara happy toughts um geimVEIRUNA í sólinni!!!!!!