[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Jæja, þetta komið í lag!
Straumbreytirinn við ADSL-routerinn steiktist barasta og dó svo ég var netlaus í gær akkúrat þegar ég ætlaði að gera svo margt og segja svo margt. Núna er ég á mínum fjallaháhraða og hef ekkert að segja og nenni ekki að gera neitt. Svona getur þetta verið.
Ég hef gersamlega bjargað á mér löppinni með að eiga svona afgangsdóp og teygjubindi, hálf löppin mín er fjólublá og aum, var næstum búin að misstíga mig aftur í dag er hálflin í löppinni eitthvað - bloody steinlögðu götur dauðans.... ekki skil ég þessar pæjur á pinnahælunum og þessu dæmi allan daginn - ég get ekki skakklappast eitt kvöld yfir steinlagningu, uss. Þetta ætti að vera ólympísk grein I tells ya! Allavega myndi finnast þarna ný íþróttagrein sem keppendur myndu actually skemma lappirnar á sér verr en í fótboltanum.
Ég er farin að hlakka til að byrja í skólanum aftur, þótt með allt sem gengur á í þessari vinnu mér lítist ekki á það að ég muni eiga mikla orku í námið með vinnunni... álagið í skólanum verður þá mín afslöppun.... hljómar gáfulega og ekki svo gáfulega... þetta verður gaman allavega, en first thing's first! Ég ætla nú að byrja á því að hætta að hafa áhyggjur og reyna að kúpla mig út úr stressinu og fara í sólina. Í dag er bara 1 vika. Mér finnst það svo ótrúlegt, ég meina það er hálft ár síðan ég var að plana þetta og ganga frá þessu, en í gær fékk ég miðann á jazzhátíðina í hendurnar!!! Smá fiðringur þar.
Ég fór með föt í breytingu áðan, pils í þrengingu af því að ég hélt ég væri feitari en ég er, jakka í ermastyttingu af því að hann hélt ég væri með lengri handleggi en ég er með. Það er svona eitt og annað sem maður verður að ná að gera fyrir utanför, en það er bara gaman, er fegin að hafa frídaga í næstu viku áður en ég fer. Þeir munu nýtast vel.
:: geimVEIRA:: kl. 22:40:: [+] ::
...